Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 11

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 11
87 Nóg er af þanginu á íslandi. Væri ekki ómaksins vert fyrir einhverja framtakssama íslendinga að reyna að breyta einhverju af öllum þeim þanghaugum í dýrindis silkistranga? V. G. Reykjavíkurförin. Ferb til Reykjavíkur í júlí 1856. Þegar ég var 16 ára gömul, vildi móðurbróðir minn, dr. Jón Hjaltalín, fá mig suður, í þeim tilgangi, að ég lærði þar meira en heima fyrir. Faðir minn var maður, sem unni allri mentun, og vildi hann því ekki að ég hafnaði því. En nú var úr vöndu að ráða, að komast suður, þvi í þann tíma voru ekki gufuskipin, og lítið um sjó- ferðir; svo ekki var um annað að tala, en fara landveg. En þá vant- aði íylgdarmann, því í þá daga voru fáir, sem vissu leið til höfuðstað- arins. Einn maður í sveitinni hafði einu sinni farið suður, þegar hann var ungur, en honum var ekki trúað til að fylgja mér. Þá var það, að Jón bróðir minn, sem þá var við verzlun á Búðum, útvegaði bónda þar í sveitinni, sem Gísli hét, og var auknefndur *óvenja«. Hann var myndarlegur maður, góður og guðhræddur, en hafði fremur stirða lund. Hann var fús til fararinnar, því hann var virðingagjarn, og þótt- ist mikill af því, að hann var sá eini þar í nágrenninu, sem vissi leið suður. Nú var farið að útbúa telpuna, sauma peysuföt, engar dagtreyjur, engin hvít brjóst, eða þesskonar »útflúr«, sem nú tíðkast; að eins einn silkibekkjarklútur um hálsinn, og mundi engin vinnukona nú á dögum gera sig ánægða með slíkan útbúnað, sem þá þótti fullgóður. Sæng- uríöt voru líka saumuð. Smíðaður var pallkistill, og í hann voru látn- ar handlínur, sem nú kallast vasaklútar, bekkjarklútar og rósaklútar, sem þá tíðkuðust. Til ferðarinnar voru ætlaðir 3 hestar, og einn þeirra áburðarhestur, undir sængurföt m. fl. Svo var ákveðið að leggja af stað vissan dag, hinn 6. júlí, og kom Gísli kvöldið áður, enda lagt af af stað daginn eftir. Skilnaðarstundin við móðurina var þung. Faðir okkar fylgdi okk- ur upp undir Tröllaháls, og skildist þar við okkur, eftir að hafa talað nokkur hughreystingarorð við mig. Síðan fórum við sem leið liggur inn að Hraunsfirði, og þaðan yfir fjallið. Bóndinn í Hraunsfirði hét Kári Konráðsson, hann fylgdi okkur upp á fjallið, og yfir steinboga milli tveggja gjáa, sem var svo mjór, að ég varð dauðhrædd, og þorði ekki öðru, en fara af baki og teyma hestinn yfir hann, og gekk hann þó með hálfum huga, því ekki hafði ég áður vanist svaðilförum. Síðan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.