Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 20

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 20
96 svo mjög, að ómögulegt var að sitja í söðlunum; kallar þá Anna og biður Gísla að hjálpa okkur af baki. Ég komst þó sjálf af baki- Hann teymdi hestana, en við héldum í taglið. Nú spurði ég Gísla, hvort við gætum ekki komist á fjöru yfir fjörðinn, þá sagði hann: »Sérðu nokkra fjöru, sérðu nema sjó?« Spurði ég þá: »Kemur þá aldrei fjarar* En hann svaraði: sfegar a............... og rokið er búið að drepa okkur.« í’annig fórum við í hérumbil þrjár stundir í öskuroki. En svo fór að smá-hægja, og við fórum á bak, og ég fór að sjá fjörur. Þá beygði Gísli ofan að sjónum. Nú fór Anna að tala um, að við þyrftum að nærast á einhverju, og spurði mig, hvort ég væri ekki orðin svöng; og sagði ég, að ég væri mjögsvöng og þreytt, enda var það engin furða, eftir að ganga alla þessa leið og halda í taglið á hestinum. Segir Anna þá við Gísla, að við séum orðnar svangar. Hann svarar: .Borðið þið þá«. Nú tekur hann nestið, og við fórum að fá okkur matarbita, en altaf var Gísli voðalega reiður, það sýndi svipur hans, og ekki man ég, hvort hann snerti á nestinu eða ekki. Á meðan við vorum að ríða yfir fjörðinn á fjörunum, var kom- in hægð, en við vorum rennandi votar, og aldrei á æfi minni síðar meir hefir mig langað til að fá góðan náttstað, eins og þessa nótt. Því var það, að ég herti upp hugann, þegar við vorum komin yfir fjörurnar, og spyr Gísla, hvort við getum ekki fengið einhvern nátt- stað hér nálægt. Þá segir Gísli: »Þú fórst frá náttstaðnum.« »Ekki var hann okkur velkominn«, sagði ég, »og heldur vildi ég lt'ða það, sem ég hefi liðið í nótt, en gista á slíkum bæ.« Þá sagði Gísli og var reiður: »Þú fékst viljann þinn, en þú ert ekki alveg búin að bíta úr nálinni með það enn, hvað þú hefir af því, og það get ég sagt þér, að hér er enginn náttstaður nálægt.« Síðan var haldið áfram nokkra stund upp Reynistaðaháls; þar fór- um við af baki og áðum. Þá sá ég bæi niðri í Kjósinni, og langaði mig þangað, en Gísli sagði, sér dytti ekki í hug að rífa fólk upp um hánótt. Nú var langt upp á Svínaskarð, og áðum við uppi á skarð- inu, og Gísli sagði, að við skyldum reyna að sofna í söðlunum, því við værum syfjaðar, og hestarnir yrðu að hvílast. Og nú var hann nokkru mildari í rómnum. Við gerðum það, og hann lagði kápurnar yfdr okk- ur. Við sofnuðum brátt, en þegar við vöknuðum, var komið kafalds- hjastur og kalt mjög, svo við hríðskulfum, sem hægt er að skilja, þar sem við vorum holdvotar. I’á heyrðist loksins aumkunarorð hjá Gísla, og sagði hann, að það væri engin von, að nokkur stúlka héldi þetta út, og söðlaði hestana í snatri, og segir okkur fyrirætlan sína, og hún var sú, að ríða beint að Mosfelli, og koma hvergi við. Hann sagði, að þar byggi séra Magnús Grímsson, og hann mundi breiða faðminn á móti okkur; kona hans væri systir Bjarna rektors. Við komum að Mosfelli; þar vakti drengur yfir túninu. Gísli spyr hann, hvort fólk væri risið úr rekkju, en drengur sagði það ekki vera, en kvaðst strax skyldi vekja upp. Hann fór inn, en kom brátt út aftur, og sagði, að við værum velkomin inn sem fyrst, og klukkan væri 6. Að vörmu spori kom út stúlka, til að vísa okkur leið inn. Við komum inn í breið göng, ekki löng, og inn í baðstofu. Þar voru mörg rúm og margt fólk sofandi. Stúlkan lýkur upp annarri hurð til

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.