Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Side 21

Eimreiðin - 01.05.1914, Side 21
97 hægri, þar var lítið snoturt herbergi, og sváfu hjónin þar inni, en voru nú vakandi. Stúlkur tvær sváfu í lokrekkju gegnt dyrum, en voru nú báðar risnar úr rekkju, og önnur var að búa um rúmið Nú var vandi á ferðum fyrir Gísla, því nú gat hann ekki við komið sínum gamla formála, vegna þess að hurðin var látin aftur, og varð ég því sjálf að takast á hendur að segja, hverjar við værum. Ég þurfti þó ekki að hafa mikið fyrir því, því prestur þekti ættarbragð á mér og dr. Hjaltalín, og spurði mig, hvort ég væri ekki í ætt við hann. Kann- aðist hann þá við, að Hjaltalín hefði sagt sér, að hann ætti von á mér suður landveg, því þeir voru góðir vinir. Ó, mikið skelfing tók þetta fólk vel á móti okkur, það var bæði komið með kaffi, tvíþökur og nýmjólk. Mig langaði í kaffi, en hélt, að ég mundi ekki geta sofið, ef ég drykki það, en samt stóð ég það ekki af mér og drakk það. »Nú fer ég á fætur«, sagði presturinn, »svo þið getið haft fataskifti, því náttúrlega eruð þið holdvotar,« og segir stúlku að heimta fötin hjá Gísla. í’að var gert, og síðan hátt- uðum við, og ég heyri, að Anna sofnar strax. f5á er dyrunum lokið upp, og Gísli stendur ( gáttinni með böggul í hendinni, og það hefi ég tekið næst mér, að hlæja ekki hátt, að sjá útlit Gísla, þegar hann stóð þarna í dyrunum; það var bæði reiði og auðmýkt, en auðmýktin ytirgnæfði alveg reiðina; og hann segir í auðmjúkum róm: »Vill ekki stúlkan spyija jómfrúna, hvort það sé þessi böggull, sem hún vill fá.« Stúlkan fékk mér böggulinn, og ég spurði Gísla, hvort hann ætlaði ekki að fara að sofa. Hann sagði, að það stæði á engu, en fyrir hvern mun yrði ég að sofna, og beiddi stúlkuna, sem inni var, að sjá um, að enginn hreyfði hönd eða fót, svo ég gæti sofnað, því ég væri í hans ábyrgð, og það hefði farið illa um mig í nótt. í’arna lá ég vakandi og gat ekki sofnað, þó var mikil kyrð, svo ég heyrði hvorki stun né hósta, en dúr kom mér ekki á auga, og hefir það líklega verið kaffinu að kenna. Presturinn kom inn, og varð þess var, að ég væri vakandi, og biður mig blessaða að reyna að sofna. Ég spurði hann, hvort ekki væri kominn tími til að fara af stað, til þess að ná ofan í Reykjavík. »Sussu, sussu«, sagði hann, og bætti því við, að það væri nægur tími að fara, þegar klukkan væri i — 2, eða um nón, og bað mig fyrir alla muni að vera rólega og sofna, því syfjuð mætti ég ekki koma til Reykjavíkur, því þar væri nóg að sjá. Síðan gekk hann út, svo ég gæti sofnað, en altaf hraut Anna. Þegar klukkan var 9 um morgunitm, fór ég að klæða mig. Kom þá prests- konan inn með telpu hérumbil 5 ára, og tekur mig tali. Hún varð alveg hissa, þegar ég sagði henni, að ég hefði ekki getað sofið. Seg- ir hún mér, að þessi telpa sé dóttir sín, og að hún sé lifandi eftir fæðingu hennar, sé dr. Hjaltalín að þakka; sýnir hún mér þá tangarör á höfði telpunnar, og segist eiga líf þeirra beggja honum að þakka; segir hún mér um leið, að hún sé systir Bjarna rektors. Hún var myndarleg kona á velli, há vexti og þrekin, en ekki fríð. Hún var ósköp góð við mig og þægileg, en segist nú lítið geta sýnt mér fallegt, leiðir okkur fram í göng, og lýkur þar upp stofu; þar var mjög snot- urt inni. Þar var legubekkur og borð o. fl., en ekki ríkmannlegt. Hún sagðist nú vera vön stærri húsakynnum og betri, en þessi væru, og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.