Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 26
102 Ég var fyrir fám árum staddur í dómkirkjunni í Rvík um þing- tímann; það var við meiri háttar jarðarför, og var þar fjöldi manns. Á bekkinn hjá mér settist aldraður maður — einn af broddum bæj- arins, hlaðinn orðum og titlum, en kvefaður og brjóstþungur. Peg- ar hann er seztur, fer hann að hósta, og svo skellir hann hverri kolgrænni hrákahlussunni á fætur annarri á — gólfið. Hrákadall var ekki að sjá, svo langt sem augað eygði, og hvað átti karlaum- inginn að gera? Honum var nauðugur einn kostur. En geðslegt var það ekki — það veit trúa mín. Éetta var árið 1907, þrem árum eftir að »hrákadalla-fororðningin« svonefnda var gefin út. Ég talaði um þetta hrákadallaleysi í dómkirkjunni við einn helzta heilbrigðisvörð landsins nokkru seinna. »Ég veit það, ég veit það«, svaraði hann, »kirkjan er eitt versta pestarbælið í bænum, °g ég banna börnunum mínum að stíga nokkurntíma fæti þar inn fyrir dyr«. — Pað er nú gott og blessað, en það er ekki öllum nóg, þótt börn þessa embættismanns komi ekki í kirkjuna — pest- arbælið mikla. Pangað kemur samt fjöldi fólks af trúarþörf og fyrir forvitni sakir, og uggir ekki neina hættu. Pað treystir því, að heilbrigðisstjórnin og aðrir, sem hlut eiga að máli, geri skyldu sína svo, að ekki sé þó a. m. k. lífsháski, að koma inn í opin- berar byggingar landsins. En þegar farið er svo með hið græna tréð, hvernig mun þá farið með hið visna. Pegar svona er farið að ráði sínu í dómkirkjunni í Rvík — höfuðstað landsins, höfuðbóli menningar og lista í landi voru, þar sem naumast verður þverfótað á götunum fyrir prófess- orum í allskonar fræðum, hvernið halda menn að þá sé umhorfs í útkjálkakirkjum landsins; þar sem fátt er um guðs börn, en flest útróðrarmenn, eins og presturinn sagði. En, svo að við snúum okkur frá kirkjunum, — hvernig hald- ið þið að sé í hreysum kotunganna, sem lítið hafa af að lifa og tæplega hafa efni á að kaupa sér hrákadall? Satt að segja er það ekki altaf lakara og stundum stórum betra. Ég hefi komið á heimili bláfátækra bænda og þurrabúðarmanna sem óvæntur gestur og séð þar aðdáanlegan þrifnað á öllum hlutum, og aftur á efnaheimili, þar sem mikið hefir brostið á, að vel hafi verið 1 þeim efnum. Slíkt fer ekki altaf eftir sauðfjáreign né innieign í bönkum, heldur eftir innræti, uppeldi og menningu. Berklagerillinn getur einnig á annan hátt komist ofan í menn, en að þeir sogi hann ofan í lungun með andrúmsloftinu. Vér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.