Eimreiðin - 01.05.1914, Side 27
103
getum líka étið hann ofan í okkur í matnum. Mjólk úr berkla-
veikum kúm og kjöt berklaveikra gripa er líka hættulegt, sé það
ekki soðið. Pví er oss áríðandi, að geta vitað, hvort húsdýr vor
eru heilbrigð og ekki stafar af þeim hætta fyrir heimilið. Sem
betur fer, höfum vér nú gott meðal til slíkra rannsókna og mun
ég síðar víkja að því.
ÓBEINAR ORSAKIR.
En það þarf meira til en að gleypa í sig berklagerla til að
fá berklaveiki. Menn þurfa líka að vera móttækilegir fyr-
ir veikina. En það eru menn ekki altaf, sem betur fer.
Pað er eins með gerlana og fræin. Pau berast með vindum
og straumum í lofti og legi, og á annan hátt víðsvegar um lönd-
in, og stundum land úr landi; en þau festa ekki annarstaðar ræt-
ur, en þar sem þau hitta fyrir hæfilegan jarðveg og hentug lífs-
skilyrði. Hin fara forgörðum.
Líkami vor er misjafnlega undir það búinn, að takast á fang-
brögðum við þessa óvini sína, og berklagerlarnir ekki altaf jafn-
áhrifamiklir. Sé líkaminn fullkomlega hraustur, þá er hon-
um að jafnaði ekki mikil hætta búin, því að hann er þeim kost-
um búinn, að hann hefir ýms ráð til að verjast sóttkveikjum og
eyða þeim. Slímhúðin, sem klæðir innan nefið og barkann, er
t. a. m. alsett örfínum hárum (svonefndum bifhárum), sem ber-
ast til og frá við andardráttinn og banda á móti og halda í sér
gerlum og öðrum óhreinindum, sem að öðrum kosti lentu allar
götur ofan í lungu. Á þessu sést m. a., hve þýðingarmikið það
er, að draga andann gegnum nefið, en ekki gegnum munninn, og
hve óholt það er börnum, að sofa með opinn munn, enda bend-
ir það oftast á kvilla í kokinu.
Auk þessa hefir líkaminn fleiri bjargráð. Þið vitið, að í
blóðinu eru tvenskonar korn — rauðu og hvítu blóðkornin. Hvítu
blóðkornin eru nokkurskonar lífverðir líkamans. Pegar gerlarnir
eru komnir inn í líkamann, þá safnast hvítu blóðkornin að þeim,
hefja að þeim snarpa atlögu og gleypa þau í sig og gera þá
ósaknæma. Gangi hvítu blóðkornin sigrandi af hólmi, þá hafa
þau drepið sóttkveikjurnar og komið í veg fyrir veikina í það sinn.
— Svipað hlutverk hafa eitlarnir.
Pegar gerlarnir hafa tekið sér fast aðsetur í líkamanum, þá
tímgast þeir með geysihraða, og þá byrja hin skaðvænu áhrif