Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 28
104 þeirra á líffærin. Peir mynda nú ýms eiturefni í líkamanum. Af þeim stafar hita-aukning sú (»feber«), er öllum næmum sjúkdóm- um fylgir. Við þessu kann líkaminn einnig ráð — hann myndar gagneitur, sem dregur úr verkunum hins skaðvæna gerlaeiturs. Sé líkaminn fullkomlega hraustur, þegar berklagerlarnir berast inn í hann, þá er sem sagt minna í hættu; því þá eru öll bjarg- ráð hans í bezta lagi. En hvenær er líkami vor alveg hraustur? Flestir eru meira eða minna veiklaðir af öðrum sjúkdómum, slys- um, byltum, mari eða meiðslum og öðru þessháttar. Fyrir lungnatæringuna hafa ýmsir aðrir sjúkdómar stórvægi- lega þýðingu, til að undirbúa lfkamann og greiða henni veg. Má þar til einkum nefna mislinga, skarlatssótt, kíghósta og inflúensu. Pað er talið víst, að berklaveikin sé ekki gamall sjúkdómur hér á landi. Um 1850 mun hún hafa verið afarsjaldgæf hér. Út" lendur læknir, sem ferðaðist hér 1847—48 víðsvegar um land og skoðaði um 600 sjúklinga, og beindi sérstaklega athygli sinni að lungnatæringunni, fann eina 3 sjúklinga með berklaveiki — alla í Fljótsdalshéraði. í*að er ekki fyr en kemur fram undir 1890, að verulega fer að bera á berklaveiki hér á landi. Pá voru sam- göngur við útlönd fyrst farnar að greiðast að mun og þá voru hér nýafstaðnar þær stórsóttir, sem voru búnar að búa svo vel í haginn fyrir hana og greiða henni veg.x) 1877 gekk hettusóttin; 1879—81 kíghósti; 1881 kíghósti og inflúensa og skarlatsótt hér á Austurlandi; 1882 kom svo drepsóttin mikla — mislingarnir, sem þá höfðu ekki heimsótt okkur í 36 ár; 1890 kom inflúensan, og hefir altaf verið viðloðandi stðan; mislingarnir aftur 1895, 1905 og 1907, og skarlasótt um aldamótin o. s. frv. Petta er það, sem hefir eitrað hjá oss loftið og greitt göt- una fyrir »hvíta dauðanum* um land vort. Unga fólkið — börn- in okkar — ganga veikluð út í lífið af næmum sjúkdómum, sem þau hafa haft í æsku, og er því hættara við að verða berlaveik- inni að bráð. Ekki svo að skilja, að menn geti ekki náð sér til fulls eftir næma sjúkdóma, t. d. mislinga og inflúensu o. s. frv. Jú, mikil ósköp. En á meðan líkaminn hefir ekki náð sér, þá er x) Lögfræð. 2. ár, bls. 67.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.