Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 29

Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 29
io5 svo hætt við, að berklagerillinn geti náð tökum á mönnum, — bjargráð líkamans enn þá í ólagi og mótstöðuaflið minna en ella. Inflúensan — eins og hún hefir hagað sér síðustu árin — er ekki hættulegur sjúkdómur í sjálfu sér, nema helzt á drykkjumönn- um og gamalmennum; en hún er stórhættuleg ungu fólki, einmitt af því, að hætt er við, að hún geri líkaman að gróðrarstíu fyrir berklaveiki, með því að veikla hann. Hún á því eflaust sök á dauða fleiri manna, en henni er um kent. En þótt líkaminn sé heill og hraustur, sem kallað er, þá er samt munur á móttækileik manna fyrir næma sjúkdóma, og ekki sízt berklaveiki. Menn eru, eins og allir vita, mjög misjafnlega bygðir frá náttúrunnar hendi. I’að er talið víst, að eitt bygging- arlag öðru fremur geri menn móttækilegri fyrir berklaveiki: Flatt brjóst, langur hdls og signar og afsleppar herðar m. ö. o. lítil lungu. Pví stærra og hvelfdara sem brjóstholið er, því stærri eru lungun og því öflugri verður andardrátturinn. En þar höfum vér hitann úr og þangað sækjum vér afl og fjör. ARFGENGI. Er berklaveikin arfgeng? Sú skoðun hefir rutt sér mjög til rúms á síðari árum, aö berklaveikin sé ekki arfgeng, eða a. m. k. hvergi nærri eins mikil brögð að arfgengi hennar og áður var talið. Yfir höfuð minkar trúin á arfgengi margra sjúkdóma. Holdsveikin var t. d. lengi vel talin erfðasjúkdómur, en nú er hún eingöngu talin næm, en alls ekki arfgeng. Að mönnum hættir við að rugla slíku saman, kemur af því, að komi sami sjúkdómur oft fyrir hjá nánu skyld- fólki, þá er erfitt að greina á milli þess, sem menn fá hver af öðrum við nána sambúð, og þess, sem fengið er að erfðum eða liggur í blóðinu, eins og sagt er. Pað þarf nákvæma rannsókn °g glögga athugun, til að rugla ekki þessu tvennu saman, og því hefir þetta svo lengi vafist fyrir mönnum, einkum meðan sótt- kveikjur þær, er sjúkdómunum valda, voru ekki fundnar. Að vísu verður ekki þvertekið fyrir það sem stendur, að berklaveikin geti í stöku tilfellum gengið í erfðir, en óhætt mun að fullyrða, að það er nauða-sjaldan. En það er aunnað, sem erfist, og það er móttækileikinn fyrir veikina — byggingar eð'a skapnaðarlagið. Pað er áreiðanlega arfgengt. Én þetta er ekki með öllu óviðráðanlegt. Pað er að

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.