Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 33

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 33
109 ■öðru risið upp á Englandi, svo að heita má, að varla haíi liðið svo nokkurt ár, að ekki hafi þar eitthvert slíkt hæli verið reist. Einhver stórkostlegasta stofnunin af þessu tægi er »Poor Laws Infirmeries«; það eru 26 sjúkrahús í sjálfri Lundúnaborg og í grend við hana og rúma alls 14,000 sjúklinga. Pangað leita flestir fá- tækir sjúklingar úr Lundúnaborg sjálfri, einkum þeir, sem langt eru leiddir af veikinni. Hið einkennilegasta við allar þessar stórkostlegu sjúkrahús- byggingar á Énglandi er það, að þær eru allar reistar af sam- skotafé og gjafafé frá einstökum mönnum, án þess að ríkið né ríkissjóður eigi þar nokkurn þátt í, og sama er að segja um við. hald þeirra og árlegan reksturskostnað. Petta er raunar ekkert einkenni á berklaveikishælum, heldur er þessu þannig varið með öll sjúkrahús á Englandi. Ríkisfólk og hefðarfólk stendur fyrir samskotunum og stjórnar sjálft fyrirtækinu. Önnur aðferð til fjár- söfnunar handa sjúkrahúsum á Englandi er sú, að einn sunnudag á ari er í öllum kirkjum landsins, hverju trúarfélagi sem þær til- heyra, borinn betlibolli um á meðal þeirra, sem í kirkju eru, og getur þá hver gefið eftir vild; fyrir þá, sem ekki fara í kirkju, er valinn einhver einn laugardagur á ári, og er þá gengið meðal þeirra með samskotabollann bæði í húsum inni og á strætum úti. A þennan hátt safnast mikið fé, sem svo er skift milli sjúkrahús- anna. Ennfremur er þar fyrir nokkru stofnað félag um land alt, til að vinna að því, að stemma stigu fyrir berklaveiki og leitast það við að ná takmarki sínu með því, að efla vísindalega þekkingu á veikinni, stuðla að fræðslu almennings um hana með alþýðlegum ritum og fyrirlestrum og stofnun heilsuhæla fyrir alþýðu. Slík heilsuhælis- eða berklaveikisfélög eru nú víða um lönd og vinna stórmikið gagn. Öll þessi starfsemi Englendinga hefir borið hinn bezta árang- ur, svo að nú deyja meira en helmingi færri menn að tiltölu við fólksfjölda úr berklaveiki en fyrir 50—60 árum. Svipuð þessu er baráttan í öðrum ríkjum, og er ekki tími til að fara nánar út í hana hér, á hverjum stað fyrir sig, en engir hófu hana líkt því eins snemma og Englendingar, og því er árangurinn orðinn þar augljósastur. Löggjafarstarfsemi landanna til heftingar berklaveiki hefir aðallega snúist að þessum atriðum: 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.