Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 45

Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 45
121 verð fyrir brúði sína, mund. En brúðurin fær heimanfylgju og stundum mundinn að auki. Maðurinn á konu sína og getur sett hana í skylduvinnu hjá öðrum, en ekki nema í 3 ár. Ef kona brýtur hjónabandið, þá skal binda hana og mann þann, sem hún hefir haldið við, og' kasta þeim í vatn. — En 129. gr. bætir við, að maðurinn geti fyrirgefið konu sinni og konungurinn þræli sínum (o: þegni sínum). — Ef þau eru staðin að verkinu, þá er hegningin viss. En ef aðeins grunur leikur á konunni, þá skal hún stökkva í vatn. Og gildir þá guðsdómur. Ef hún sekkur, þá er hún sek. En ef hún flýtur, þá er hún saklaus, því fljótsguðinn vill eigi taka hana. Galdraskírslur á miðöldunum vóru gagnstæðar í þessu efni: Menn trúðu því, að kerling sú, sem flaut á vatni, væri galdrakerling. Ef maður sak- ar konu sína að ástæðulausu um ótrygð, þá má hún frelsa sig með eiði og fara aftur heim til föður síns. Pað er hægur vegur fyrir manninn að skilja við konu sína. Hann þarf eigi annað en að reka hana burtu. En hann verður að gefa konunni bæði heimanfylgju og mund. Börnin fylgja móðurinni. Ef þau eru frumvaxta, þá fær hún bróðurhluta og getur gifst unnusta (»hjarta-mannii) sínum. Barnlaus kona fær og eign með sér heim aftur. En siðlaus kona fær enga eign við skilnaðinn. Pað má jafnvel gera hana að ambátt. Ef konan er sjúk, þá skal maðurinn standa straum af henni eða senda hana heim með heimanfylgju. Konan getur heimtað skilnað, ef maðurinn er lengi burtu í hernaði, ef hann yfirgefur hana og ef. hann gegnir eigi hjúskapar- skyldum sínum. Hún fær heimanfylgju. Móse-lögin heimta eigi fastákveðið einkvæni, en leyfa stundum tvíkvæni að minsta kosti (5. Mós. 21, 15 —17). Bæði Móse og Hammúrabí hegna konum fyrir brot í hjónabandi sínu, en mann- inum að eins fyrir brot á hjónabandi annars manns. Konan má að eins hafa einn mann, en maðurinn getur haldið við fleiri konur. Konan hefir þannig eftir gömlum hugsunarhætti minna frelsi en maðurinn. Frá kristilegu sjónarmiði mundu menn heldur segja: Konunni eru settar strangari siþferðisreglur en manninum. Hammúrabí ber meiri umhyggju fyrir fjárhag konunnar en Móse, og ver rétt hennar í því efni. Það er vottur þess, að þjóð- félag Hammúrabís hefir meiri menningarþroska en þjóðfélag Móses.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.