Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Side 48

Eimreiðin - 01.05.1914, Side 48
124 lögin dæma til dauða? Móse leggur hegninguna fyrir morð á hendur ættinni, sem auðvitað hefði hug á að hefna. Nánasti ætt- ingi hins vegna verður nánasti málsaðili. Sama átti sér stað í fornöld hjá Aröbum, Grikkjum, Róm- verjum og Germönum. En Hammúrabí hefir eigi mannhefndir. Hann leggur hegninguna landsstjórninni í hendur. Petta er hærra menningarstig. Eegar landstjórnin er sterk, þá getur hún tekið hegningarréttinn í hendur sínar. En þegar aðalstjórnin er veik, þá verður að leggja hegningarréttinn öðrum í hendur. Pegarlög- reglan missir vald sitt, þá verður þjóðin sjálf að halda uppi reglu. þjóðfélag Gyðinga í fornöld hafði ekki sterka aðalstjórn, en var lík- ara lýðveldi. Sakir þess lét Móse hegningarréttinn liggja þar, sem hann hafði legið að fornu fari, en gaf reglur til varnar því, að hegningin yrði ranglát. í Hammúrabí-lögunum eru nokkur mannubleg ákvæði. I 32. grein er boðið að kaupa herteknum mönnum lausn fyrir fé, sem hefir verið lagt til hofa. I 48. grein stendur, að leiguliði þurfi eigi að borga landsskuld eftir jörð sína, þegar illa lætur í ári. I 241. grein er bannað að taka vinnuuxa að veðí. En yfirleitt gætir mannúðar lítið í Hammúrabí-lögunum. Hann reynir sérstaklega að verja eignirnar og slórmennin. Hammúrabí segir í formálanum, að hann vilji gæta þess, að stórmennin skaði eigi smámennin. Og vel getur verið, að hann hafi komið betra skipulagi á í Babel, en áður var. En góði til- gangurinn í formálanum kemur lítið fram í lögunum. Einstaklingurinn hefir lítið gildi í lögum Hammúrabís. Að eins frjálsborinn húsfaðir hefir fullan rétt. Börnin eru nálega réttlaus og þrælarnir alveg réttlausir. Gömlu þjóðfélögin gerðu skarpa aðgreining á mönnum, að því er snerti þjóðerni, kyn og stöðu í mannfélaginu. Kristindóm- urinn kemur fyrst fram með eina frumreglu fulls jafnréttis. Orð Páls eru byltingaorð, er hann segir: »Hér er ekki Gyðingur né Grískur, hér er ekki þræll né frelsingi, hér er ekki karl né kona, því þér eruð allir einn maður í Kristi Jesú« (Gal. 3, 28). Hammúrabí setur ekki mjög sterka þjóðernis-aðgreining. Pað er afleiðingin af fjörugri verzlun og samgöngum í Babel. En yfir- leitt er Móse kominn lengra áleiðis, að því er jafnrétti snertir. Hann býður mönnum að vera hjálpsamir og vægir við fátæklinga, útlendinga, þræla og jafnvel óvini. (2. Mós. 22, 21—27; 2. Mós.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.