Eimreiðin - 01.05.1914, Side 50
I2Ó
eru styrkur armleggur, sem hefir lyft sjálfu siðgæðinu á hærra
stig, en Hammúrabí þekti.
Hammúrabí, nýi löggjafinn, sem er grafinn upp úr jörðu, hefir
látið Móse skína bjartar en áður. Móse-lögin eiga alls engan sinn
líka í fornöld.
Pýtt hefir lauslega
HAFSTEINN PETURSSON.
Smávegis frá sviði læknisfræðinnar.
Eftir VAI.D. ERLENDSSON lækni.
I. EINSKONAR NUDDLÆKNING MEÐ
KVIKASILFURBAÐI.
Á seinni árum hafa nuddlækningar (Massage) farið mjög í
vöxt, enda gera þær ómetanlegt gagn við margvíslega sjúkdóma.
Og nú eru þó ekki nema rúm 50 ár síðan Mezger læknir
fyrstur manna byrjaði á þeim. Til nuddlækninga heyrir ekki að
eins handnudd, heldur eru og einnig til þess notaðar ýmiskonar
vélar og verkfæri, er vinna að sama markmiði og handnuddið,
sem er: að auka blóðsóknina til vissra hluta líkarpans, að styrkja
og efla tauga- og vöðvakraftinn í hálfvisnum eða visnum limum,
að dreifa og þrýsta burtu sjúkdómskendum vökvum (Exudater)
frá liðamótum, að auka hreyfanleik og hreyfingar allar í stirðum
limum og liðum, að efla og styrkja limi og liðamót og aðra hluta
líkamans eftir beinbrot og meiðsli o. s. frv.
Á sviði nuddlækninganna er nú nýlega komin fram ný upp-
fundning, sem er í því fólgin, að nota kvikasilfurbað til lækninga á
ýmsum sjúkdómum í fingrum í fingur- og handarliðum. Einkum
kvað þessi lækningaraðferð vera góð gegn langvarandi (kronisk)
bólgu í fingurliðum, t. a. m. gigt, og gegn stirðleika í fingrum
eftir beinbrot, brunasár og fingurmein.
Aðferðin er mjög einföld. 40 sentímetra hátt, ferkantað fat,