Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 59

Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 59
135 — Ég gæti með einu átaki snúið þig úr hálsliðnum, helvítis ormurinn þinn. Og sent þig beint niður í jólafagnaðinn í helvíti — í staðinn fyrir að þú nú sendir mig þangað niður. Á ég að heilsa fjandanum frá þér? — Yertu sæll á meðan — þangað til við sjáumst í helvíti! Hann slepti hendi verzlunarstjórans, snéri sér við og greip í handfangið á hurðinni, en kipti því burt án þess að hún opnað- ist. Pá spyrnti hann í bræði sinni hurðinni í mola, klauf þyrping- una, sem hafði safnast þar, í einu vetfangi og rauk út úr búðinni. Verzlunarstjórinn stóð andartak sem steini lostinn. En stökk svo út á eftir honum. Hann sá hann leggja leið sína upp brekk- ur. En hann gat ekki fengið af sér að kalla á hann. — Hann fer efri leiðina, tautaði hann. Ekki inn bygð. Éá ætlar hann ekki að koma neinstaðar við. Hann gekk aftur inn í skrifstofuna. Sinti engum spurningum. Skipaði að láta sig í friði. Settist niður yfir skjölum sínum. En gat ekkert gjört. — Hann drepur sjálfan sig, — — og konuna og börnin, tautaði hann. Á sjálfan aðfangadaginn. . . . Og — máske — er það mér að kenna . . . — Mér væri þörf á manni eins og honum, hugsaði hann enn fremur. Hann er tveggja manna maki. Og samvizkusamur — það hefir hann jafnan sýnt. Mér væri innan handar að koma fót- unum undir hann aftur — í staðinn fyrir að reyna að koma hon- um á sveitina. Hann þyrfti ekki að sitja og svelta þarna, langt inni í heiði. far bjargast hann víst, hvort sem er, aldrei héðan af . . . fyrst hann er búinn að missa alt. — — Hann sagði, ég gæti látið sækja kúna? . . . Hann gerir alvöru úr því! Það var meira en tóm ógnun. Og hann fór efri leiðina. Guð hjálpi mér. Ég verð vitlaus, ef hann gerir það. Núna um jólin............ Nei, nei. Hann stökk á fætur. Hann var löðrandi sveittur á enninu, Hann gekk fram í dyrnar. — Hefir nokkur ykkar hest og sleða? spurði hann. Sumir bændanna jánkuðu því. Hann kaus þann þeirra, sem hann treysti bezt. Bað hann að koma inn með sér. Og lokaði hurðargarminum eftir því sem föng voru á.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.