Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 65

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 65
i4i fer, er þetta þó hrein undantekning frá reglunni. Sjálft kvæðið »Eið- urinn« (um sjálfa eiðtökuna) virðist oss ekki hafa tekist eins vel, eins og við hefði mátt búast, þar sem það ætti þó að sjálfsögðu að vera þungamiðja alls kvæðaflokksins eða söguijóðanna. Og þær eiturörv- ar, sem þar eru sendar Brynjúlfi biskupi eða minningu hans, munu fæstir telja verðskuldaðar né viðeigandi, þótt haglega sé boginn bentur, þegar þeim er skotið, og meinlega að orði komist. Það af nýju kvæðunum, sem mest kveður að, eða mest skarar fram úr að skáldsnild, er kvæðið »Nótt« (um launfund Daða og Ragn- heiðar biskupsdóttur). I’að er ljómandi kvæði, sem stendur fyllilega jafnfætis beztu kvæðunum eldri. En það er heldur ekki neinn hvít- voðungur, þó það hafi ekki fyr verið birt á prenti, heldur líklega kom- ið undir tvítugt Að minsta kosti hefir ritstjóri Eimr. átt afskrift af því í 15 ár eða lengur, og oft langað til að prenta, en ekki fengið. Er það hér að öllu öðru óbreytt, en að skift er um orð eða vikið við orði á stöku stað, og er það víðast heldur til bóta. En þó kemur það fyrir að breytingarnar eru til skemda, t. d.: Nú: Áður: Þeir góðu vinir gliti tjalda í’eir góðu vinir gliti tjalda og gulli strá pinn brúðkaupssal. finn gubum vígða brúðkaupssal. t dögg á Edens aldinreinum í dögg á Edens akurreinum sjást aldrei nema tveggja spor. sjást aldrei nema tveggja spor. Var ekki fríð hin frjálsa mundin, sem fyrst tók sœta eplib par. Var ekki fríð hin frjálsa mundin, er fyrsta eplib snerti par. Og engan drottin á þau kalla með öfundsjúkri heiftarraust. Og láttu engan á þau kalla með öfundsjúkri heiftarraust. Vér fáum ekki betur séð, en að allar þessar breytingar séu fremur til skemda. »Gulli strá« á hér ekki við um lágnættið (og þó bjartnætti, í júlí), »aldinrein« er ekki til og meiningarleysa, því aldin vaxa á trjám, en ekki á reinum, »sæta eplið« á ekki eins vel við, því eplin eru fremur súr en sæt á bragðið, og »engan drottin« er miklu grófara en »láttu engan«, sem skilst fullvel, án þess þó að meiða tilfinningu nokk- urs lesanda, eins og hitt getur gert. Annars eru breytingar á hinutn eldri kvæðum, úrfellingar, viðbæt- ur og breytingar á niðurskipun yfirleitt til bóta. En hvað sem öllu öðru líður, út með seinna heftið! Allir bíða með óþreyju eftir því. V. G. ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR: NOKKUR SMÁKVÆÐI. Akur- eyri 1913. Þeim verður víst ekki hossað eins hátt af ritdómurunum, þessum kvæðum, eins og kvæðunum hans Einars Benediktssonar; enda er það sannast að segja, að þau hafa ekki eins stórfeldan skáldskap að geyma. 10

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.