Eimreiðin - 01.05.1914, Qupperneq 67
‘43
söfnum öndvegisskálda margra þjóða, valin af fyrirtaks smekkmönnum
og svo snildarlega þýdd, að sjaldnast verður annars vart, en að þau
séu frumkveðin.
Peir, sem hafa ekki ráð á að kaupa sér nema eina eða fáar ljóða-
bækur, þeir eiga að kaupa »Svanhvít« fyrsta allra. Því hún verður
eins þung á metunum og mörg bindi önnur. Og þá, sem eiga mörg
bindi af ljóðabókum, þá vantar jafnan mikið, ef »Svanhvít« er ekki
meðal þeirra.
Ytri frágangurinn á þessari útgáfu er (eins og á i. útgáfunni) all-
sæmilegur, en heldur ekki meira. En hér hefði útgefandinn sannar-
lega átt að hafa meira við. Hann hefði átt að hafa búninginn svo
vandaðan sem framást var unt. Því perlur og gimsteina á jafnan að
greypa í gull. Þeim hæfir engin eirumgjörð. V. G.
EINAR HJÖRLEIFSSON: FRÁ ÝMSUM HLIÐUM. Rvík 1913.
Við dáumst öll að sögusnillingnum Einari Hjörleifssyni. Við fáum
aldrei fullþakkað honum allan þann unað og ánægjustundir, sem hann
hefir veitt okkur með sögunum sínum, eldri og yngri. f’að er svo
mikið af lífsspeki í þeim, lífssannindum og fegurð, að þær hafa vafa-
laust flestu fremur haft áhrif á andlegt uppeldi unglinga síðasta ára-
tuginn.
í þessari bók hans eru fimm nýjar smásögur, hver annarri betri,
»Á vegamótum«, »Maijas«, »Vistaskifti», »Anderson« og »Óskin«.
jí vegamótum er smáþáttur úr kaupstaðarlífinu. Þar er því lýst,
hvernig oddborgaraháttur yfirvalda og kaupmanna leggjast eins og farg
á sannleiksást, réttlætisþrá og einurð þeirra, sem á einhvern hátt eru
minni máttar.
í Marjas er lýst áhrifum fullorðinná á unglinga, um það bil og
hugsun þeirra vaknar.
1 Vistaskiftum er því snildarlega lýst, hverjum ókjörum sveitar-
ómagar, þessi olnbogabörn lífsins, oft og tíðum verða að sætaafhendi
þeirra, sem fyrir þeim eiga að sjá. Tilfinningar Steina litla munu vekja
samúð margra, og svo segir mér hugur um, að margt siðlætiskvendið
upp til sveita gæti haft gott af að spegla samvizku sína í athöfnum
I'orgerðar á Skarði.
Anderson mun hafa vakið mesta eftirtekt þessara sagna. Höfuð-
persónan er Anderson. Hann hefir verið í Ameríku, og ber á sér öll
skapseinkenni Ameríkumanna. í skaplýsingu hans er ekkert nýtt frá
höf. hendi, en það er eins og þessi alkunni Ameríkumaður njóti sín
betur í þessum búningi, en maður á að venjast í samkynja sögum.
Viðureign þeirra Andersons og hreppstjóra er með því skemtilegasta,
sem ég hefi lesið. Og fátt hefir höf. tekist eins vel og að lýsa and-
legri nekt hreppstjóranna og alþingismanna okkar í þessari sögu. Sag-
an er snild, hvar sem á er litið.
Sama er að segja um Óskina, gullfallegt æfintýri um vald mátt-
arins í manninum. Ég get ekki nógsamlega lofað þessar sögur, og
hvatt menn til að lesa þær. Maður verður auðugri á eftir. Alt fer
saman: Orðsnild, lyndislýsingar og fegurð. H. Ih.