Eimreiðin - 01.05.1914, Page 69
i45
vonum að Einar hafi í næsta leikriti náð sömu snildartökum á með
ferðinni og í smásögunum, H. Th.
GUNNAR GUNNARSSON: SÖGUR. Rvík x9i2.
Þetta er ekki stórt kver, en í því eru þó io sögur. f’ær eru
allar stuttar, einmitt eins og fólkið helzt vill hafa þær. Og þótt þær
máske beri þess nokkur merki, að þær séu eftir ungt skáld, eftir byrj-
anda, þá eru þær allar læsilegar og vel frambærilegar í alla staði. En
auðvitað eru þær ekki allar jafnar að gæðum. Beztar þeirra eru
»Sporður« (hestsnafn), »Rauði fossinn«. »Augu dauðans« og »Bónorð
Geirs«, fjörug gamansaga, sem hefir tekist mætavel. Höf. ætti að
skrifa fleiri í þeinx stíl; það yrði eflaust vel þegið. Og svo ættu hin
stærri og fullkomnari verk hans að koma sem fyrst út á íslenzku.
V G.
f’ÚSUND OG EIN NÓTT. Arabiskar sögur. III—IV. íslenzk-
að hefir Stgr. Ihorsteinsson. 2. útg. endurskoðuð. Rvík 1912—1913.
Hún er nú öll út komin í annað sinn (öll fjögur bindin) þessi
frægasta æfintýrabók heimsins. Og hún verður keypt og hún verður
lesin, bókin sú; á því er enginn vafi. Okkur, sem nú erum á fullorð-
ins-skeiðinu og munum, hve sólgnir við vorum í þessar sögur á barns-
aldrinum og hve mikla nautn og unað við höfðum af lestrinum, —
okkur er það að minsta kosti óskiljanlegt, ef ekki verður handagangur
í öskjunni hjá æskulýðnum uppvaxandi til að krækja sér í eitt eintak
af þessum óviðjafnanlegu sögum, þegar þær nú loksins eru orðnar fá-
anlegar aftur. Og það er svo sem ekki æskan ein, sem hefir yndi af
þeim, heldur líka fullorðna fólkið; allir, jafnt gamlir sem ungir, hljóta
að hafa skemtun af þeim óendanlega hugmynda-auði, æfintýra-undrum
og kynjasögum, sem »Þúsund og ein nótt« hefir á borð að bera.
Og þar sem öll bókin skiftist í ótal smásögur, er hún hverri bók ann-
arri hentugri til upplestrar á kvöldvökum eða til að grípa niður í í frí-
stundum sínum. Og auk nautnarinnar er fleira á henni að græða.
Hún fræðir og mentar og frjóvgar andann, og hún kennir manni lip-
urt og fallegt mál í hinni snildarlegu þýðingu Stgr. Th. V. G.
STEFÁN STEFÁNSSON: PLÖNTURNAR. Kenslubók í grasa-
fræði. Með 252 myndum. Bókaverzlun Gyldendals. Khöfn 1913.
166 bls.
Bókar þessarar hefir þegar verið minst í blöðum og tímaritum,
og það er því ef til vill að bera í bakkafullan lækinn, að fara að
minnast hennar hér. Ég get þó ekki stilt mig um að rita nokkrar
línur um hana, af því að efnið er mér svo nákomið.
Höf. getur þess í formálanum, að »Plönturnar« sé sniðnar eftir
»Plantelivet«, kenslubók eftir hinn nafnkunna grasafræðing og ágæta
kennara prófessor Eug. Warming. Bók Warmings má telja meðal
hinna helztu kenslubóka í grasafræði. Hún lætur sér ekki nægja að
eins að lýsa sköpulagi jurtanna, heldur bendir og á samræmið milli