Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Page 72

Eimreiðin - 01.05.1914, Page 72
148 miður gefið tveim árum seinna en höf. dreymdi drauminn, og rýrir það gildi þess. Draumspekingar eru enn eigi ásáttir um, hvort spá- draumar séu til eða ei, — hvort eigi megi venjulegast rekja orsakir til drauma þeirra, er mönnum virðist vera spádraumar, til einhverrar óljós- rar vitundar eða hálfdaufrar óskar í brjósti þess, er dreymir. Að því er séð verður, virðist þessi draumur vera spádraumur, og hefði hann verið skrifaður upp og vottfestur þegar um morguninn, mundi draum- spekingum hafa þótt ærinn fengur í honum. Þá getur höf. og um ýms dularfull fyrirbrigði, hugsanaflutning o.fl, Að vísu kemur þar ekkert í ljós, er menn ekki áður hafa þekt dæmi til og reynt að athuga. En frásögn höf. öll ber það með sér, að hann hefir verið óvenju næmur fyrir öllum þesskonar áhrifum, og væri fróðlegt að fá meira af slíku frá hans hendi. Mikill kostur væri það á slíkum frásögnum eigi síður en á draumum, ef þær væru skrifaðar upp og vottfestar undireins, — áður en menn fá fregnir um, við hvað þær hafa átt. Sýnir þær. er höf. skýrir frá, að fyrir hann báru á Seyðisfirði 1881, eru markverðar, og leitt að hann skuli eigi hafa skrif- að þær upp samstundis og vottfest. Bókin er skemtileg aflestrar og ber vott um einkennilegt sálarlíf, sem vel er þess vert, að því sé gaumur gefinn. B. P Bl. HIÐ ÍSLENZKA FRÆÐAFÉLAG. Arsbækur félagsins fyrir 1 q 13 eru sannarlega þess verðar, að þeim sé gaumur gefinn: 1. Píslarsaga síra Jóns Magnússonar, 2. h. (sýnir hve mögnuð hjátrú getur gert fólkið vitlaust). z. Bréf Pdls Melstebs til fóns Sigurbssonar (skemtileg og að ýmsu leyti fróðleg bók, sem er bréfritaranum til sóma; en hefði mátt vera betur útgefin, því nauðsynlegar skýringar á ýmsu vantar). 3. Jarbabók Árna Magnussonar og Páls Vidalíns I, 1 (ómissandi fyrir alla jarðeigendur og leiguliða jafnvel líka). 4. Ferbabók Porv. Ihoroddsens I, 1. (Skýrslur um rannsóknir á ís- landi 1882—r8q8. Verður stórmerk bók, sem tækifæri verður til að minnast frekar á síðar). En mein er það, hve ósýnt sljórn Fræðafélagsins er um að gera fólki hægt fyrir að ná í þessar góðu bækur, þar sem hún hefir svo fáa og strjála útsölumenn, að mörgum verður næsta örðugt, að vér ekki segjum ókleift, að ná til þeirra. V. G. ÁRBÓK HÁSKÓLA ÍSLANDS fyrir háskólaárið 1912—1913- Rvík 1913. Hún inniheldur, eins og lög gera ráð fyrir, margskonar skýrslur, um stjórn háskólans, kennarara, stúdenta, kensluna, prófin, fjármál o. fl. — Kennarar voru 20 (9 prófessorar, 4 dósentar og 7 aukakennarar) auk tveggja starfsmanna (ritari og dyravörður). Stúdentarnir voru 45 : 7 í guðfræðisdeild, 15 í lagadeild, 21 í læknadeild og 2 í heimspekis- deild, — einum færra en kennararnir og báðir norskir, en enginn íslenzkur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.