Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.05.1914, Blaðsíða 73
149 Aftan við árbókina er löng og merkileg ritgerð: Yfirlit yjir sögu sullaveikinnar d íslandi eftir Guðmund Magnússon prófessor, og er efni hennar að sumu leyti hið sama og í hinni þýzku ritgerð hans um sullaveikina, er getið var um í Eimr. í fyrra (XIX, 224—227), þó þessi ritgerð sé miklu víðtækari og margt nýtt í henni, sem ekki er í hinni. Geti Háskólaárbókin á hverju ári fært manni jafnsnjalla ritgerð og þarfa og þessi er, þá verður hún vinsæl bók. V G. t Islenzk hringsjá. GUNNAR GUNNARSSON: GÆST DEN EN0JEDE. Af Borgslægtens His- torie. Kliöfn 1913. í litdómi vorum um »Den danske Frue paa Hof« (EIMR. XIX, 149—151) gátum vér þess í niðurlaginu, ‘að sú saga bæri þess ótvíræð merki, að höf. ætti framtíð fyrir sér sem söguskáld. Nú er þetta ekki lengur neinn spádómur, sem öll líkindi séu til að rætist, heldur er þetta þegar fram komið og orðin full vissa. Pví þetta þriðja bindi af »Sögu Borgarættarinnar«, Gestur eineygði, hefir tekist svo framúrskarandi vel, að allir bíða með óþreyju eftir fjórða bindinu, sem enn kvað vera eftir og bráðlega von á. fetta bindi er hérumbii eingöngu um séra Ketil. Eftir að hann með hörku sinni og níðingsskap hafði orðið valdur að dauða föður síns og gert konu sína vit- stola, hvarf hann skyndilega, og voru allir þess fulltrúa, að hann hefði drekt sér. En það var þó ekki, heldur fór hann til fjarlægra héraða og flakkaði sem bein- ingamaður um land alt í 20 ár, og leitaðist nú við að bæta fyrir syndir sínar með því að verða öllum til góðs og blessunar og gróðursetja kærleika og manngæzku í hjörtum þeirra, sem hann hitti. Og honum tekst þetta svo vel, að hann verður frægur um land alt fyrir þessa starfsemi sína, fyrir manngæzku sína og speki. Hvar sem hann kemur, er honum tekið með opnum örmum — og opnum hjörtum, Hann stillir til friðar, þar sem ófriður er á heimilunum, hann huggar og gleður þá, sem hryggir eru og sorgbitnir, hann upprætir þrjózku og þvermóðsku, öfund og eigin- girni og annað þesskonar illgresi úr hjörtum manna, og sáir þar aftur sáttfýsi, góð- vild og mannkærleika. Hann hættir lífi sínu og limum til að bjarga þeim, sem bágt eiga og í nauðum eru staddir. Hann er athvarf allra aumra, því þó hann sé ekki ríkur, þá er koma hans eins og sólskin í kotinu — og orð hans mega sín líka svo mikils, að hann getur látið aðra hjálpa, ef því er að skifta. Aðeins í eitt hérað á landinu hefir hann aldrei komið í öll þessi 20 ár. Og þetta hérað er Hofsfjörður, æskustöðvar hans og fyrverandi prestakall. En nú grunar hann, að hann muni ekki eiga langt eftir ólifað, og langar því til að koma þangað og vita, hvort hann geti ekki fengið fyrirgefningu þeirra, sem hann hafði mest brotið í gegn, áður en hann deyi. fað flaug eins og eldur í sinu um bygð- ina, að Gestur eineygði væri nú loks kominn þangað; allir keptust um að fá að sjá hann og heyra spekiorð af vörum hans, allir sýndu honum einlæga ást og lotningu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.