Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 78

Eimreiðin - 01.05.1914, Síða 78
154 sanni segja, að það sé greiðasti vegurinn til þess, að skýra ýmislegt í íslenzkri mál- myndun. Án einhverrar þekkingar á forngermönsku máli (og gotneskan er þar ís- lenzkunni nákomnust), verður mikið af skiftingu íslenzkra nafnorða í (t. d. ja-, u-) stofna, sem troðið var ( og líklega er) í menn í lærða skólanum án frekari skýringa, ekkert annað en dauður bókstafur. Og þá eru ekki síður áhrif bendifornafnsins »sá« á beygingu lýsingarorðanna drjúgum greinilegri í gotnesku en íslenzku (sjá mál- fræði Finns Jónssonar bls. 85—86). Sjálfstæðasti partur bókarinnar er vafalaust setningafræðin, sem er allýtarleg (88 bls.). Höfundurinn styðst þar auðvitað við eldri rit (einkum Nygaards og Neckels), en niðurskipunin er hans verk og margar ágætar athuganir. Dæmin verða auðvitað að vera nokkuð af skornum skamti rúmsins vegna, en mér er samt nær að halda, að menn verði ekki fróðari um aðalatriðin í skipun íslenzkra orða og setninga af setningafræði Nygaards, sem er margfalt stærri, heldur en af þessu yfirliti. Margir mundu hafa kosið, að höfundur hefði ekki bundið sig svo við stafsetn- ingu elztu handrita, sem hann gerir. Menn skrifuðu þ í stað ð fram um I22p,afþví að þeir kunnu ekki betur. Einkum finst mér kaflinn úr Njálu,*jafnungu riti, spaugileg- ur í þessum grímubúningi frá 12. öld. En um réttritunina ber ekki að deila fremur en smekkinn! Og með rökum verður víst furðu fátt fundið að bókinni. I § 372 stendur dæmið »mik vantar e-s«, sem aldrei hefir verið til. Höf. hefir blandað saman »mik vantar e-t« og »mér er e - s vant«. Vafasamt finst mér, hvort rétt er að telja »fúss fara« í §419 sem dæmi þess að nafnháttur standi án »at« fyrir framan; »fara« er hér (Skírnismál 13: Kostir ro betri | an at klokkva sé | hveim es fúss es fara) fremur eignarfall fleirtölu af »fQr«. Röng orðmynd er »kelr« § 440 fyrir »kell«» sem enn er sagt á íslandi (ekki »kelur«). Ennfremur í sömu grein »uggar« f. »ugg- ir«. Líklegast væri líka samkvæmara hinni fornlegu réttritun bókarinnar að skrifa »fára« en ekki »fárra« (§ 376). Aðrar smávillur, sem ég hefi rekist á, eru bersýni- legar prentvillur, og nenni ég ekki að tína þær upp; enda er prófarkalesturinn á bókinni í vandaðasta lagi. Sigurður Nordal. ISLANDICA. VI. Icelandic Authors of To-Day. Ithaca, N. Y. 1913. I þessu hefti er skrá yfir alla núlifandi íslenzka rithöfunda, sem nokkurs eru verðir, í stafrófsröð, rit þeirra upp talin og getið helztu æfiatriða þeirra. Virðist þar hérumbil einskis vant, heldur spurning um, hvort ekki sé nógu mikið tekið með, hvort allir þeir höfundar, sem þar eru taldir, séu í raun og veru þess virði, að þeir séu skrásettir í sona bók. Um það geta verið skiftar skoðanir, enda jafnan erfitt að hitta þá takmarkalínu, er allir verði ásáttir um, og óvíst, að nokkrum hefði betur tekist en herra Halldóri Hermannssyni hefir hér tekist. Pví óhætt er að segja, að bókin er prýðilega af hendi leyst, og manni finst nú, er maður hefir fengið hana, að hún sé hverjum Islendingi,, sem nokkuð fæst við bókmentir, blátt áfram ómissandi^ — hvað þá heldur útlendingum, sem hugmynd vilja fá um íslenzkt bókmentalíf Fyrir þá er og skráin í viðbætinum yfir bækur og ritgerðir viðvíkjandi nútíðarbók- mentum Islendinga (síðan 1550) ekki lítilsvirði, þó hún sé auðvitað enganveginn tæmandi, enda ekki til þess ætlast. Og þá er formálinn heldur ekki ónýtur fyrir útlenda lesendur, jafnsnildarlega og hann er ritaður. í honum er sem sé yfirlit yfir gang og framþróuu íslenzkra nútíðarbókmenta, gert með svo fáum, en þó svo skýr- um dráttum, að fullrar aðdáunar er vert. Sá formáli sýnir, að Halldór Hermanns- son mundi ekki síður geta samið góða bókmentasögu en góða bókaskrá og höfunda, og er gleðilegt að eiga slíkan mann við Fiske-bókasafnið.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.