Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 7
i63
hendi, að fá nýtt hús, eða skifta stúkunni í tvent. Nýtt húsnæði
varð ekki auðið að fá, og varð því að taka þann kostinn, að
kljúfa stúkuna, og var hlutkesti látið ráða, hverjir yrðu að fara í
nýju stúkuna, er fékk nafnið FramtíUn. Á meðal þeirra, er
þangað lentu, var Ólafur Rósenkranz. Pess vegna hefir hann
ekki alla sína templaratíð í Verðandi verið. Pessi nýja stúka
klofnaði og, og 17. nóv. 1885, eða rúmlega hálfu ári eftir stofn-
un Verðandi, var stofnuð þriðja stúkan í Rvík, stúkan Einingin
nr 14. Á meðal stofnenda hennar voru ritstjórarnir Jón Ólafsson,
Valdimar Asmundsson og Gublaugur Gubmundsson, síðast bæjarfógeti
á Akureyri. Rvíkurstúkurnar voru þá orðnar 3 að tölu, og
höfðu fjöldamarga mentamenn innan sinna vébanda, og skal hér
af þeim nefna: Björn Jensson,
skólakennara, ritstjórana Björn
Jónsson, Jón Ólafsson og Gest
Pálsson, Indriða Einarsson, síðar
skrifstofustjóra, þórhall Bjarnarson,
slðar biskup, Guðlaug Guðmunds-
son, Ólaf Rósenkranz og Pórð
Thóroddsen lækni. Voru þessir
menn flestir sístarfandi, og tveir
hinir síðastnefndu ferðuðust og
stofnuðu stúkur. Ólafur Rósen-
kranz fór til . Hafnarfjarðar, og
síðan til Eyrarbakka og Stokks-
eyrar, og stofnaði þar stúkur, en
Pórður Thóroddsen stofnaði stúku í Keflavík. Sumarið eftir,
1886, er Stórstúkan var stofnuð, höfðu alls verið stofnaðar 22
stúkur. En af þeim voru þó fjórar dauðar, enda höfðu sumar
þeirra varla verið nema nafnið eitt.
Fyrstu ár Reglunnar voru aðeins karlmenn meðlimir. Rétt
eftir að stúkan var stofnuð á Akureyri, sóttu tveir kvenmenn
um inntöku í hana, en þeim var synjað inntöku. Var það að
blaðamáli gert þar nyrðra; en stúkan bar fyrir sig, að stúlkur
þessar hefðu verið keyptar af utanreglumönnum, til að Ijóstra
upp starfinu. Vitanlega var stúkan sjálf hæstráðandi um það,
hverjir væru samþyktir til inntöku, og þurfti því í sjálfu sér ekki
að þvo hendur sínar í því efni. En templarar þá voru mjög
varkárir, vildu ekki styggja menn að óþörfu, en einkum og sér-