Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 24
i8o
Annar maður, er þá átti sæti í framkvæmdarnefndinni, var
Jón Jónsson, læknir á Blönduósi, er frá fyrstu tíð Reglunnar hefir
verið ötull meðlimur hennar og oft farið regluboðunarferðir. Hinn
þriðji, er þá fyrst átti þar sæti, var Þorvaróur Porvarbarson, prent-
smiðjustjóri, og má hiklaust telja hann meðal þeirra manna, er
hafa rnarkað nafn sitt með stóru letri í sögu bindindismálsins
heima. Einkum hefir hann beitt sér fyrir blaðmálin; hann varð
fyrstur til að hreyfa því, að St. St. gæfi út barnablað. Pað var
1897, og fékk hann því framgengt, að það varð samþykt, og St.
St. tók að gefa út barnablaðið »Æskan«., er síðan hefir komið út,
og St. St. er enn eigandi að. Og tvisvar hefir hann verið útgef-
22. Borgþór Jósefsson.
23. í’orvarður Þorvarðarson.
andi »Templars«, fyrst einn (árið 1900), og síðar í félagi með
mér og Guðm. Gamalíelssyni, árin 1904—1907. Auk þessa hefir
hann starfað mjög að Reglumálum, og vinst honum vel, því hann
er fastur fyrir, einarður, fylginn sér og góður ræðumaður. Eg
hefi margoft unnið með honum, og mér aldrei fallið samvinna
betur við aðra. Öll þessi ár var Jónas Hdgason, organleikari,
fyrrum stórtemplar. Var hann einkar trúr og áhugasamur templ-
ar, er vildi vinna stúku sinni gagn, og málefninu í heild sinni.
Og ekki man ég eftir þeim fundi í »Verðandi«, þar sem við
Jónas vorum meðlimir, að hann vantaði á fund. Væri vel, ef ís-
lendingar ættu marga menn sem Jónas var.
Blaðinu var haldið áfram í sama formi og verið hafði; að-
eins var breytt um nafn á því, og það nefnt »HeimilisblaUi)«.
Komu út af þvi 2 árgangar og 1 tölubl. af 3. ári, og var Björn