Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 75
231 Hefir hann lent í megnum ritdeilum um það efni, einkum við próf. Heusler í Ber- lín. í>á munu og mörgum íslendingum vera kunnar útgáfur Boers af Grettis sögu og Bjarnar sögu Hítdælakappa. Boer fór til íslands sumarið 1913, og hefir hann ritað greinar um þá ferð bæði í »Algemeen Handelsblad« og tímaritið »De Gids« (»Een Reisdagboek uit Ijsland«, des. 1913, jan., marz 1914). Hann var óheppinn með veður og leiddist dvölin í Reykjavík, — að þeim stundum undanteknum, sem hann sat og ræddi um norræn vísindi við próf. Björn M. Ólsen. Dáist Boer mjög að lærdómi hans og skarpskygni, og liggur við að undrast, að slíkur maður skuli geta þrifist og notið sín þarna á hala veraldar. Lærisveinar Boers eru enn þá allir ungir, og liggja ekki efiir þá önnur verk en doktorsritgerðir þeirra, sem í Hollandi eru taldar sjálfsögð endalok háskólanáms- ins, En líklegt er, að af sumum þeirra megi búast við meiru, þegar stundir líða. Um íslenzk efni hafa fjallað Hofker (»De Fóstbræðra saga«, 1908), ungfrú Post- humus (útg. af Kjalnesinga sögu, 1911), van Eeden (útg. af Codex Trajectinus af Snorra-Eddu, 1913) og nú loks ungfrú Krijn, er samið hefir bók þá um Jóms- víkinga sögu, sem er tilefni til þess, að línur þessar eru ritaðar. Fyrri hluti bókarinnar er rannsókn á handritum sögunnar ogiinnbyrðis afstöðu. Kemst höf. þar að þeirri niðurstöðu, sem vafalaust er rétt, að AM 291, 4to sé að öllu samanlögðu nákomnast frumritinu. Vafasamari eru sumar rökfærslur höfundar í seinni partinum, sem ræðir um tvískiftingu sögunnar, heimildir hennar og afstöðu við önnur sögurit, einkum Fagurskinnu og Heimskringlu. Enda verður ýmsu þar að líkindum aldrei fullsvarað. Hér skal aðeins drepið á eitt atriði. Mér finst, að höf. hefði átt að rannsaka miklu nákvæmar, hvernig skyldleika Jómsvíkinga sögu og Fagurskinnu er háttað, hvort nauðsynlegt er að gera ráð fyrir (týndri) skrifaðri samheimild, eða verkin geta hvort um sig bygt á munnlegum frásögnum. Auðvitað var ekki að búast við, að byrjandi á þessu sviði gæti svarað spurningunni til hlítar. Til þess þarf rannsóknir á sambandi annana rita, sem líkt stendur á með, og al- þýðlegum frásagnarmáta (hve mikið muna menn og segja orðrétt af því, sem þeir heyra?), sem enn eru ekki gerðar. En hefði hér verið gerð skýr grein fyrir sam- ræmi í gangi sögunnar og samhljóðan í orðalagi, og á hinn bóginn helzta mismun á frásögninni í þessum tveim verkum, þá hefði verið mikið gagn að því fyrir síðari rannsóknir. En hvað sem þessu líður, er margt á bókinni að græða, og er vonandi, að höfundur haldi áfram á sömu braut, og enn fleiri Hollendingar bætist við sem verkamenn í víngarði fornbókmenta vorra. Sigurður Nordal. OÚ LES PENSÉES SE RECONTRENT .... valse lente. Svo heitir nýtt tónverk, sem nýlega er út komið hjá hinni þjóðkunnu tónverkaverzlun »Wilhelm Hansens Musikforlag« í Khöfn, og er höfundurinn Halldór Gunnlögsson (son- ur stórkaupmanns Jakobs Gunnlögssonar). Bætist þar einn við í tónskáldaflokkinn íslenzka. (Verð: kr. 1,50.) UM LÖGGJAFARSTARF ALÍTNGIS 1898—1913 hefir prófessor Lárus H. Bjarnason samið einkar-glöggar yfirlitsgreinar í »Tidsskrift for Retsvidenskab« (eftir tilmælum dr. Hagerúps, sendiherra Norðmanna í Khöfn), og er þar getið allra laga, annarra en fjárlaga, fjáraukalaga og laga um löggildingu verzlunarstaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.