Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 28
fundarmenn, oft og einatt. Pá var það, að stúkan *Hlínt í Rvík
var stofnuð 27. janúar 1897, og með henni hefst alveg nýtt líf
og fjör meðal templara í Rvík. Og nærfelt strax á eftir voru
stofnaðar aðrar tvær nýjar stúkur í Rvík, og þær keptust allar
við að taka inn sem flesta nýja meðlimi, og leggja sem mest á
sig til Reglustarfa yfirleitt. Svo er fyrir mælt í lögum templara,
að engan megi taka inn í félagið, nema hann greiði inntökugjald.
En svo var kepnin mikil á meðal stúknanna, að meðlimir stúk-
utinar ^Bifrastar« gengu um götur og gatnamót, og fengu 111
manns til að ganga í hana á einu kveldi, án inntökugjalds. En
það varð enginn varanlegur gróði fyrir stúkuna, því flestir at
28. Einar Finnson.
29. Sig. Júl. Jóhannesson.
þeim fóru aftur, án þess að greiða ársfjórðungsgjöld, og Stór-
stúkan gaf »Bifröst« áminningu fyrir tiltækið. Flest yngra fólkið
streymdi í yngri stúkurnar; flestir latínuskólasveinar voru þar;
Hólmfrí'bur Gísladóttir, forstöðukona Hússtjórnarskólans, gekk með
lærimeyjar sínar í »Hlín«, en Gubm. Björnsson, landlæknir, með
læknaskólann í »Eininguna«. Á meðal þeirra, er þá störfuðu
einna ótrauðast fyrir Regluna, má hiklaust nefna Harald Níelsson,
prófessor, Gubmund Einarsson, nú prest í Olafsvík, Sigurb Sívert-
sen, dósent, og Einar Finnsson, verkstjóra, er bæði þá og síðar
hafa ótrauðlega starfað fyrir Regluna. Einkum hefir Reglan oft
notið góðs af mælsku Haraldar, og fáir hafa gert bindindismálið
kunnara í útlöndum en hann. í sumar varð ég þess var, að það
voru aðallega 4 nöfn, er erlendir bindindismenn þektu frá Islandi:
Björn Jónsson, Indriði, Haraldur og Thóroddsen. En auk þeirra