Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 54
210 talinn einna mælskastur allra íslenzkra presta. Hann hefir jafnan stutt templara og málstað þeirra, og oft staðið framarla í fylk- ingu þeirra. VI. ÁRIN 1909—1914. Með árinu 19O9 hófust andbanningar handa, og tóku að rita á móti banninu. Var það mest fyrir forgöngu Magnúsar dýra- læknis Einarssonar. Þeir stofnuðu með sér félag í Rvík og hugðust að koma bannlögunum fyrir kattarnef hið bráðasta. Keyptu þeir blaðið »Ingólf«, og flutti hann í nokkur ár nærfelt eingöngu ritgerðir móti bannlögunum. Bjuggust þeir við, að vinna bráðan sigur, og við þingkosningar í Rvík 1911 buðu þeir fram sérstök þingmannaefni. En árangurinn var nokkur annar, en þeir bjuggust við. Þingmannaefnin fengu engan byr, og fáir snerust. Aðalárangurinn af starfi þeirra var sá, að yngri menn, er drukku, fóru minna í launkofa með drykkju sína, og drykkju- skapur virtist — máske af því — vera nokkru meiri, einkum í Rvík. Þótt félag þeirra áteldi ofdrykkjuna á stefnuskrá sinni, þá reyndist hér eins og áður um hófsemdarfélögin gömlu, að það er hægra að kenna heilræðin, en halda þau. Þetta var lítt til bóta, á hvern veg sem virt er. Hin breytingin var sú, að þeir voru nú fleiri, sem opinberlega manna á meðal sögðust vera á móti banninu, og töluðu á móti því. Ekki svo að skilja, að ég haldi, að þeim hafi fjölgað að nokkrum mun, heldur öllu heldur hitt, að þeir duldu ekki lengur skoðanir sínar. Hinsvegar snerust og nokkrir, og urðu með bannlögunum. Eg held, að þegar öllu er á botninn hvolft, þá sé afstaðan mjög svipuð og 1908. Sumstað- ar hefir hún breyzt nokkuð, en það vegur hvað upp á móti öðru. Á þingi hafa komið fram tillögur um breytingar á lögun- um og afnám þeirra, en ekki náð fram að ganga, nema breyt- ingar, er gerðar voru 1913. En þær eru engar stórvægilegar, þó um þær hafi verið deilt meðal manna. Að öllum þeim breyt- ingum hefðu allir templarar gengið, hefðu þær komið til orða þegar í öndverðu, er bannlögin voru samþykt. Væru landsmenn nú spurðir að því, hvað þeir segðu um bannlögin, þá held ég, að nærfelt allir mundu svara: »Það er sjálfsagt, að láta lögin reyna sig«; andbanningar mundu aðeins hnýta við: »eftir atvik- um«l En svo kemur ágreiningurinn. Bannmennirnir segja:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.