Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 22
17«
.......fivi fyr sem slíkt frumvarp (aðflutningsbann) er lagt
fyrir þingið, því lengur og því betur verður það íhugað og rætt,
bæði af þingi og þjóð, og pví fyr getum vér haft von um, að
það verði að lögum; því vér erum sannfærðir um, að því lengur
sem slíkt málefni er rætt og íhugað, því fleiri verði þeir, sem
mæla með því og greiða því atkvæði; en hitt vitum vér fyrir
fram, að slíkt málefni sem þetta, er fer fram á að breyta algjör-
lega gömlum þjóðarvana, að uppræta algjörlega gamalt þjóðar
mein, það þarf langan meltingartíma, og þess vegna kippum vér
oss alls eigi upp við það, þó að frumvarp í þessa átt verði eigi
byrsælt í fyrstu,
Að þjóðin sé eigi fær um að taka á móti bannlögum og lifa
við þau, fáum vér eigi séð, að sé á góðum rökum bygt. Vér á-
lítum, að þjóðin sé eins fær um að taka á móti slíkum lögum,
eins og hverjum öðrum. Auk barna, unglinga, kvenna og bind-
indismanna, eru þeir fjöldamargir, sem óska eftir slíkum lögum,
og það jafnvel margir þeir, sem ekki vilja nálægt bindindi koma,
menn, sem neyta áfengra drykkja, sumir í hófi, sem kallað er,
sumir í óhófi. — Sumir af þeim segja: Vér neytum áfengra
drykkja á meðan þeir eru fluttir inn í landið, en oss er algjör-
lega sama, hvort þeir eru fluttir eða eigi. . . .
Vér göngum að því sem vísu, að bannlög verði, eins og
flest önnur slík lög, brotin í fyrstu að meira eða minna leyti,
bæði af strákskap, illmensku og ágirnd. En séu lögin í sjálfu
sér góð, og það eru þau, séu þau þjóðinni í heild sinni til sannra
heilla og framfara í andlegu og líkamlegu, efnalegu og siðferðis-
legu tilliti, og það eru þau einnig, — þá eiga menn sannarlega
ekki að láta það aftra sér frá að gefa lögin, þó menn þykist vita
það fyrir fram, að einhverjir óþokkar, fleiri eða færri, verði til
þess að fótum troða þau í fyrstu, eða fara kringum þau. Pegar
lögin á annað borð eru komin á, þá mun það sýna sig, að al-
menningsálitið lætur eigi viðgangast, að þau séu brotin. . . .«
En Stórstúkan skeytti þessu engu; hún hugsaði eingöngu um
héraðssamþyktabann. Á Stórstúkuþinginu 1897 v'lja þeir Sigur-
geir Gísiason í Hafnarfirði og fiorsteinn Gíslason á Meiðastöðum
láta St. St. vinna að bannlögum; en það var felt með öllum at-
kvæðum gegn 5. En fimm-menningarnir hafa ekki verið ánægðir
með þau málalok, því einn þeirra, Bjarni Magnússon, sem nú er i
Winnipeg og mjög starfandi templar þar, spyr, hver sé skylda