Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 72

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 72
228 Franskur læknir og sálarfræðingur hafði fyrir nokkrum árum sjúkling undir höndum, er hann hafði orðið að taka höfuðbein úr, svo að heilinn lá ber. Hann rannsakaði nákvæmlega, hvernig heilinn hagaði sér í svefni, og komst að þeirri niðurstöðu, að þegar sjúklingurinn svaf vært og fast, og enga drauma mundi, er hann vaknaði, þá bærði heilinn ekkert á sér i svefni; en því meir og berar sem sjúklinginn dreymdi, því meir ólgaði í heilanum, og gat hann oft hitnað um alt að i stigi á Celsius. Þetta bendir til, að draumlaus svefn geti átt sér stað, og sé meiri hvíld en draumsvefn. Höf. færist allmikið f fang, er hann fer að rökræða, hvað hugur, sál og kraftur sé í insta eðli sínu, bls. 53. Engum hefir enn tekist að komast að neinni niðurstöðu um slíkt. Vér verðum í svo mörgu, enn sem komið er, að láta oss nægja, að þekkja hlutina af — ein- stöku — verkunum þeirra. f’etta veit höf. mæta vel, að svo er um rafmagnið, þyngdarlögmálið og ótal margt annað. Hugskeyti eru kunn endur fyrir löngu, í ýmsum myndum, eins og höf. réttilega bendir á. En ekki er það fyr en á síðustu áratug- um, að menn hafa farið að rannsaka þau vísindalega. Ymsir hafa á síðustu árum reynt að nota þau — einkum til lækninga, og hefir sumurrr orðið svo vel ágengt, að furðu gegnir. En enginn hefir enn getað leyst þá gátu, hvernig þau berist og komist inn í meðvitund móttakanda, né hvaða lögum þau hlíti. f’ó má geta þess, að próf. Alfred Lehmann hefir sýnt fram á, að sérhver hugsun vekur hreyf- ingu í talfærunum, og að þessar hræringar framleiða hljóð, sem eru lægri en svo, að nokkurt mannlegt eyra geti greint þau. En með sérstakri aðferð hefir honum tekist að safna hljóðum þessum í eitt, og gera þau heyranleg mannlegum eyrum. Þetta gæti bent til þess, að hugsanlegt væri, að sá, sem af alefli leitast við, að beina einhverri hugsun til annars manns, geti sett hljóðöldur f hreyfingu, sem undir- vitund móttakenda geti skynjað. Væri þessu þannig varið, mætti segja, að hugskeyti (Telepati) væri hvísl f eyra undirvitundarinnar, er yrði móttakanda meðvitað sem hugsun. En þetta er, sem sagt, að- eins tilgáta — á nokkrum rökum bygð. Huglækningar — bæði með og án dáleiðslu — eru nú mikið að færast í vöxt, einkum á Frakklandi. Ekki eru þær samt uppgötvun vorra tíma með öllu, því þegar á 16. öld hélt Paracelsus því fram, að hugsunin — hugsjónagáfan — væri sól mannssálarinnar. »f>að, sem maðurinn hugsar, fær líf og blóð í sál hans,« segir Para- celsus. Og ennfremur: »Maðurinn er andleg vera, hann er það, sem hann hugsar. Af þessu leiðir, að hugmyndirnar geta valdið sýki og læknað sýki.« Á síðari tímum er »Christian Science* hreyfingin einna kunnust. En hún læknar einvörðungu á þann hátt, að innræta sjúklingnum sjálfum trú á, að hann sé — eða verði — heilbrigður. Slikt fer auðvitað oft út í öfgar; en þeir læknar fara lfka út í gagn- stæðar öfgar, sem ekki vilja sjá annað í sjúklingnum en »sálarlausan skrokk«. En eitt er öllum huglæknum ljóst, og það er, að sjúkling- urinn verður að .öðlast trúna; en auðvitað eru mönnum mjög mislagð- ar hendur í því efni, að vekja hina nauðsynlegu trú f hjörtum ann- arra. Tilfellið, sem höf. nefnir með geðveiku stúlkuna, er vel þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.