Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 52
208
fengið; en ég hefi enga trú á því. En það er sjálfsagt að láta
þau standa óhreyfð í ein 30—40 ár, til þess að fá fullkomna
reynslu. Nýja kynslóðin á að dæma þau, en við ekki.« Til-
greini ég þessi orð hans hér, af því ég veit, að þetta var skoð-
un hans á málinu, og hann mun hafa verið einn færasti stjórn-
málamaður Islands á þeim árum. Pað urðu langar umræður um
málið í neðri deild, og mátti heita, að fáir væru þeir, er ekki
lögðu þar orð í belg. Hannes Hafstein talaði sérstaklega hart
á móti frumvarpinu, en Jón bæjarfógeti Magnússon, er verið hefir
flokksmaður hans, tók þá svari
þess á móti flokksforingja sínum.
Hefir J. Magn. ávalt verið fylgj-
andi templurum og stutt þá með
ráði og dáð meira en flestir aðrir.
Var málið afgreitt til Efrideildar,
og þar var 5 manna nefnd sett í
málið. Pað urðu þeir Sigurður
Hjörleifsson, Jósef Björnsson, skóla-
kennari á Hólum, Lárus H. Bjarna-
son prófessor, Ari Jónsson sýslu-
maður og Stefán Stefánsson skóla-
meistari, og var nefndin þar öll
með lögunum, nema Stefán Stef-
ánsson, er vildi láta fella þau.
Allir þessir menn eru góðir ræðu-
menn, og varð því hörð glíma í
deildinni, einkum vegna þess, að
liðsmunur var ekki mikili. Voru gerðar þar allmiklar breytingar
á lögunum, og þær sumar til bóta, en sumar til spillis. Stærsta
breytingin var sú, að vínsölubannið kom ekki til framkvæmda,
fyr en 1. jan. 1915, en aðflutningsbannið aftur 1. jan. 1912.
Loks var frumvarpið samþykt þar með 8 atkv. gegn 5, og sent
Neðrideild, er samþykti það með 18 atkv. gegn 6. Að bannlög-
in náðu höfn, má fyrst og fremst þakka ötulli framgöngu Björns
Jónssonar og Björns Þorlákssonar, auk fjölda margra annarra, er
þá aðstoðuðu, en hér yrði oflangt upp að telja. En þrátt fyrir
þeirra góðu hæfileika og einbeitt starf, tel ég tvísýnt, að þau
hefðu ekki strandað í Efrideild, hefði ekki komið hjálp úr ó-
væntri átt, nefnilega frá Lárusi H. Bjarnason. Hann var einn af