Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 43
i99
vissar öltegundir, þar á meðal »dobbelt-öl«. En það hefir
1,50—1,80 °/o áfengis, og ölið, er Danir leyfa, hefir 1,16—2,0 °/0
áfengis, eftir því, er M. Hindhede læknir hefir skýrt mér frá. En
hann hefir rannsakað þessar öltegundir. En hvítt öl heimabrugg-
að var fyrir löngu bannað á Islandi, en leyft í Danmörku. Marg-
ir halda, að það sé áfengislaust; en eftir rannsókn, er Hindhede
gerði á því, þá innihélt það 2,12 °/o. En sá fgalli er á því, að
það getur hæglega verið bæði talsvert veikara og — sterkara.
Þetta mál, er þeim, sem standa fyrir utan Regluna, kann að
virðast fremur lítils virði, er efalaust mesta vandamál hennar, og
lausnin á því er ekki fundin enn. Pað heitir raunar svo, að það
sé alstaðar bannað; en svo er þó
ekki. Og sumstaðar, t. d. í Dan-
mörku, hefir þetta mál klofið Regl-
una í tvent, eða jafnvel í marga
búta, og því gert málefninu mikinn
skaða. Stórstúkunni tókst að synda
fyrir þessi sker og fá sætt í málinu
innanlands, og var það vel farið.
Guðm. Magnússon skáld gekst
fyrir því, að stofnaður var »Minn-
ingarsjóður« eftir Magnús heitinn
Jónsson, prest í Laufási, er kalla
má fyrsta brautryðjanda bindindis-
málsins á íslandi. Var sjóðstofnun
sú vel til fundin. En síðan Guðmundur hætti að hugsa um sjóð-
inn, og fal hann alfarið á vald Stórstúkunnar, hefir hann ekki
aukist að öðru en vöxtum. En vonandi eykst hann mikið, er
Reglan getur farið að sinna honum.
Áfengissalan á gufuskipum þeim, er ganga í kringum Island,
hafði lengi verið hneykslunarhella bæði templurum og öðrum.
Svo mátti heita, að það væri um nokkurt áraskeið nær ófært, að
ferðast með skipunum; því þau voru aðeins fljótandi krár. Og
þó þau seldu áfengi á höfnum inni, þá höfðu þau aldrei verið
krafin neins gjalds — veitingaleyfis eða tolls. Pað var varla, að
ritað væri svo í blöðin af þeim, er á skipin mintust, að ekki
væri ,kveinað undan þessum ófögnuði. Loks var þeim ófögnuði
af létt með lögum frá 1905, er prófessor Lárus H. Bjarnason
flutti. — Annar ófögnuður, er líka reis upp um aldamótin, voru
47. Pétur Guðmundsson.