Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 74
230
NÁTTÚRUFRÆÐISFÉLAGIÐ TUTTUGU 0G FIMM ÁRA.
1889—1914. Rvík 1914-
í riti þessu er saga félagsins fyrsta 25 ára skeiðið og myndir af
þeim, sem mest hafa starfað fyrir það og stutt að viðgangi þess og
vexti. Eina mynd vantar þar þó, sem þar hefði átt að vera, sem sé
af sjálfum höfundi þessarar sögu félagsins, dr. Helga Jónssyni.
Því oss er kunnugt um, að hann hefir starfað ákaflega mikið fyrir fé-
lagið, og sýnt í því bæði mikinn áhuga og ósérplægni, enda ber þessi
saga hans vott um hið sama.
Félagið var fyrst stofnað í Khöfn 1887 fyrir forgöngu fyrv.
sýslumanns Björns Bjarnasonar og skólameistara Stefáns
Stefánssonar, sem jafnan síðan hefir borið hag þess mjög fyrir
brjósti og verið því sannur haukur í horni. En 1889 var það flutt
til Rvíkur og þar þá stofnað að nyju, og frá þeim tíma er 25 ára
skeiðið talið. Er safnið nú orðið mjög álitlegt safn, geymt í Safnhúsi
landsins og styrkt með 1000 kr. ársstyrk úr landssjóði, og skoðað af
nál. 4000 sýningargestum á ári. Er landinu að því orðinn sómi og
prýði, og sýnir það, hve miklu má áorka, þegar ekki brestur áhuga
og þolgæði hjá forgöngumönnunum.
Aftan við sögu félagsins er merkileg ritgerð eft'r skólameistara
Stefán Stefánsson, sem heitir »Öspin í Fnjóskadalnum«, og var
hennar getið í slðasta hefti Eimreiðarinnar,
V G.
Islenzk hringsjá.
S. A. KRIJN: DE JÓMSVÍKINGASAGA. Acádemisch proefschrift.
Leiden 1914.
A síðari árum eru Hollendingar teknir að leggja mikla stund á forníslenzk
fræði, og er þar fremstur í flokki R. C. Boer, sem nú er háskólakennari í Am-
sterdam. Boer dvaldi á unga aldri um hríð í Kaupmannahöfn, og lærði þá ís-
lenzku hjá próf. Finni Jónssyni, og hefir hann jafnan síðan fengist mikið við rann-
sóknir fornrita vorra og haldið þeirri grein námsins rérstaklega að lærisveinum sín-
um. Boer er lærður maður og starfsamur, skarpskygn vel, en hættir við að vera
djarfari í tilgátum sínum og skýringum en góðu hófi gegnir. Kemur það t. d.
mjög fram í hinni alkunnu ritgerð hans um Völuspá (»Kritik der Vplusppc, Zeit-
schrift f. deutsche Philologie, 1905). Aðaliit hans er annars »Untersuchungen iiber
den Ursprung und die Entwicklung der Nibelungensaga«, 2 bindi, Halle 1906—07.