Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 67

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 67
223 kaupmenn út um landið, að fá vörubirgðir sínar þaðan, en að fá þær beint frá vörumörkuðum erlendis, efast ég um, en úr því verður tíminn að skera. Milliliðirnir fækka að minsta kosti ekki við það. fað, sem mest á ríður, er, að verzlunin sé sem frjálsust, og að engin óþörf bönd séu lögð á hana; en svo mun eðlileg samkepni koma henni á þær brautir, sem heppilegastar verða i reyndinni, þrátt fyrir allar fræðikenningar (teóríur), sem geta litið vel út á pappírnum, þótt þær séu lítt framkvæmanlegar, þegar til á að taka Eitt atriði er það, sem hefir afarmikla þýðingu fyrir verzlun og viðskifti, og það er, að þau séu áreiðanleg. Óskilsemi ætti aldrei að eiga sér stað; og fátt er verzluninni skaðlegra. Þó að bezt væri, að þurfa aldrei að taka neitt til láns, heldur láta hönd selja hendi, þá er oft erfitt, að koma því við, eins og hagar til á íslandi nú. Lánstraust getur komið sér vel, og verið nauðsynlegt með köflum; en það má ekki misbrúka það. í’að getur ekki borgað sig, að vera öskilvís, því nú á tímum hafa þeir einir lánstraust annarra, sem eru skilvísir og áreiðanlegir, og er óskilsemi því hin mesta skammsýni, því hún eyðileggur traust það, sem nauðsynlegt er að hafa. Það má ekki taka neitt lán, ef maður er ekki viss um, að geta borgað það á tilteknum tíma. Fyrir 30 árum voru mjög fáar innlendar verzlanir á íslandi. Nærri því undantekningarlaust voru það útlendingar, sem áttu verzlan- irnar og höfðu verzlunarstjóra til að standa fyrir þeim, en voru sjálfir búsettir erlendis. Verzlanirnar voru þá miklu færri en nú, og yfirleitt stærri ( A þessu hefir orðið afarmikil breyting, þar sem flestar verzlanir á íslandi eru nú innlendar og eigandinn búsettur á íslandi. Flestir hinna nýju innlendu kaupmanna hafa byrjað með lítil efni, og hafa þeir, sem ekki hafa fallið í valinn, yfirleitt verið starfsamir og duglegir menn, sem hafa haft sig áfram gegnum alla erfiðleika, efnaskort og samkepni við eldri verzlanirnar, sem höfðu meiri peningaráð og meiri reynslu. Ef milliliður sá, sem hefir útvegað kaupmanninum útlendar vörur og selt íslenzku vörurnar fyrir hann, hefði reiknað sér óhæfilega mikið fyrir starf sitt, þá hefði verið lítt hugsanlegt, að hinn óreyndi ísl. kaup- maður hefði getað staðist í samkepninni við hinar eldri og langtum efnaðri verzlanir. En að hann hefir hér þó borið hærra hlut, sýnir, að milliliðurinn hefir ekki verið honum óþarfur, því án hans aðstoðar mundi hann tæplega hafa komist svo áfram, eins og reynslan þegar er búin að sýna. JAKOB GUNNLÖGSSON.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.