Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 70
226 aldar á 66. breiddarstigi, þar sem Oddi átti heima (í Múla í Reykja- dal). Kemur það þá í ljós, að sákvæðin um dögun og dagsetur og jafnlengdir í þriðja kafla standa furðu vel heima, ef þau eru bygð á athugunum nálægt 66. breiddarstigi um eða laust fyrir 1150«. Þetta sýnir, að Oddi hefir gert sjálfstæðar athuganir, og að fengist hefir verið við sjálfstæðar rannsóknir á stjörnufræðilegum efnum hér á landi á 12. öld. Dr. Valtýr Guðmundsson rannsakar í ritgerð sinni gaum- gæfilega ganglimaflíkur fornmanna, brækur, hosur og leista. Hafa flíkur þessar verið með margskonar gerð og tízku, svo að hér er margt rannsóknarefnið, mörg spurningin, er svara verður. Ritgerð þessi er samin af miklum fróðleik um þetta efni. Ég get að vísu ekki fullyrt neitt um, hvort dr. V. G. hefir athugað hvern sögustað, er nokkuð má af nema um þetta efni. En hann hefir áreiðanlega kannað öll fornrit vor og dregið þar saman fjölda dæma, sem hann leiðir ályktanir sínar af. Hann hefir og kynt sér til hlítar þá fótbún- inga, er tíðkuðust með öðrum þjóðum á sama tíma, sem hér ræðir um. Og sögu þeirra rekur hann víst eins langt aftur í forneskju og auðið er. Hygg ég, að ritgerð þessi sé langrækilegust alls þess, er ritað hefir verið um þetta efni. Svo nákvæmlega er hér sagt frá. Má því ætla, að hún verði aufusugestur öllum þeim, er mætur hafa á fornum fræðum íslenzkum. Hér fá íslendingar leyst úr sumu, er þá hefir vanhagað um skýring á við lestur fornsagna vorra. Marga hefir víst langað til að vita einhver deili á setgeirabrókum,1) þá er þeir lásu Laxdælu. Hingað geta þeir sótt skýring á því. Þá má og ætla, að marga Njálulesendur hafi fýst að vita, hvernig stæði á kenn- ingarnöfnum Hallgerðar: snúinbrók eða langbrók. Hér er reynt að seðja þá forvitni þeirra. Og miklu fleira mun greindum alþýðu- mönnum þykja gaman af að fræðast á í ritgerð þessari. í sGullöld íslendinga« er fátt sagt um þetta efni. Ritgerðin er mjög ljós, eins og alt, sem dr. V. G. ritar eða talar. Hver meðalgreindur maður getur lesið hana sér til gagns, líkt og Guðm landlæknir Björnsson segir. Þó finst mér höf. bregðast ljósleikinn á bls. 76, er hann segir: »En kvennskyrtan var öðruvísi að gerð en karlskyrtan, sérstaklega ekki eins flegin.« Flestir munu skilja þetta, sem kvennskyrtan sé eigi svo mjög flegin sem karlskyrtan, en slíkt getur ekki verið hugsun höf., eins og sést á því, er á eftir fer, og væri líka fjarri öllum sanni »Eins« á víst hér að merkja »á sama hátt«.2) ') Orðið setgeiri er raunar enn til víða um landið í mismunandi merking- um. Ein merking þess er setskauti = ferskeytt bót úr kálfsúinni á sitjandanum í skinnbrókum sjómanna. Ennfremur merkir það (á Vestfjörðum) liliðsaum í skinn- brókinni. S. G. í fornmálinu táknaði setgeiri fleygmyndaðan klofgeira (Kilestykke) aftan á sitjandanum og niður á milli fótanna, er skeytti þar saman skálmarnar, og hefir hann mátt sjá á gömlum nútímabrókum til skamms tíma, og nafnið þá líka enn til í sömu merkingu. Hinar merkingarnar eru ekki upprunalegar. RITSTJ. 2) Éað er alveg rétt athugað, að hér sé eitthvað bogið, en úrlausnin er ekki rétt. Hér er aðeins um meinlega prentvillu að ræða. Setjarinn hefir haft hausavíxl á skyrtunum, en það ekki verið athugað við prófarkalesturinn. Eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.