Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 3
159 aö segja. Pað var því eðlilegt, að íslendingar hötuðust við brennivínstollinn, á brennivínið, sem hafði verið þeirra »lífs-elixír«. Mótspyrnan byrjaði á alþingi 1871. Alþingi var þá aðeins ráð- gefandi, en það vildi bíða með að samþykkja álögur á lands- menn, unz það fengi sjálft fjárveitingarvald. En stjórnin skeytti því engu, hún leiddi tollinn eftir sem áður í lög, og við það blossaði upp hin megnasta óánægja. Blöðin hömuðust gegn toll- inum, og eina ráðið, er menn fundu til þess, að losna við að greiða tollinn í ríkissjóðinn, var að hætta að drekka brennivín. Tryggvi Gunnarsson og aðrir frjálslyndir leiðtogar hömuðust og rituðu hverja greinina á fætur annarri í Norðanfara og önnur ís- lenzk blöð. Peir fóru um sveitirnar og stofnuðu bindindisfélög, og fékk Tryggvi þá bindindisloforð frá á sjöunda þúsund manna, en hann var aðalmaður forkólfanna. En svo kom stjórnarskráin 1874, alþingi fékk fjárforræði og tollurinn gekk í landssjóð. Og þá lægði bindindisstorminn aftur; það varð næstum því dúnalogn. Arnljótur Ólafsson sagði, að nú gætu menn drukkið af föður- landsást, því nú gengi tollurinn í landssjóð, og Páll skáld Ólafs- son hló og orti vísurnar: Ur kaupstað þegar komið er, Landið græðir mest á mér, kútinn minn ég tek og segi: mest drekk ég á nótt og degi. En þó að þessi bindindishreyfing væri runnin af rótum stjórnmálanna, þá er enginn efi á því, að hún undirbjó hugi manna undir bindindisstarfsemina, einkum og sérstaklega í Norð- lendingafjórðungi, því þar var hún öflugust. Sést það bezt á þingmálafundargjörðum þaðan frá þeim árum, og þar á eftir. Er það ekki fátítt, að bindindismálið sé þar á dagskrá, og að bindindismenn hafi yfirhönd. Þegar stjórnmála-bindindið datt úr sögunni, kom séra Magn- ús Jónsson prestur í Laufási til sögunnar. Hann prédikaði bind- indi í blöðunum, og gaf út bindindisrit á sinn kostnað. Voru það mest flugrit. Stærsta rit hans er »Bindindisfræðin«, sem enn er stærsta og merkasta ritið um það efni, sem til er á íslenzka tungu. Séra Magnús stofnaði mörg bindindisfélög á Austur- og Norðausturlandi, og eru ýms þeirra við lýði enn í dag; en aldrei hafa þau náð neinni verulegri útbreiðslu. Pau stofnuðu síöar samband sín á meðal, og nefndust »Bindindissameining Norð- 11*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.