Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 20
176
samhliða því, að hún endurkaus Ól. Rós., til að stofna bindindis-
félög, er St. St. ekki vildi stofna alþjóðabannfélög! Pað er oft
svo. að menn hugsa ekki til hlítar gerðir sínar. En þó það líti
svo út, sem ekki sé hagnaður að þessari bindindisfélagastarfsemi,
þá er enginn efi á því, að hún, og yfirleitt starfsemi Ól. Rós.,
gerði það að verkum, að Indriða Einarssyni varð jafnvel ágengt í
starfi sínu sem stórtemplar, og raun varð á. En það, sem þó
einna mest mun hafa styrkt Regluna — eða bindindismálið —,
var »Prestabindindið«, er herra Hallgrímur Sveinsson biskup stofn-
aði fyrst á þessum árum. I það
gengu flestir prestar landsins, og
síðan hefir það stöðugt verið svo,
að prestarnir hafa verið bezta stoð
bindindismálsins, og starfað af alúð
fyrir það mál. En engin íslenzk
embættisstétt hefir jafn-mikil áhrif
og prestarnir; það er alkunna.
Allir muna eftir erfisdrykkjunum
íslenzku, þar sem hver gestanna
drakk öðrum meira. Gestur Páls-
son lýsir þeim í einni af sögum
sínum. Erfisdrykkjur þessar voru
hinn mesti ósómi, hvernig svo sem
á þær er litið, og ég býst ekki
við, að nokkur and-banningur vilji
af fullri alvöru halda taum þeirra.
fessi ósiður hvarf á hérumbil 2—4
ára bili í Skagafirði fyrir ötula framgöngu prestanna þar. Man
ég einkum eftir, að faðir minn heitinn sem prófastur starfaði mik-
ið að því, og sendi út umburðarbréf um það um prófastsdæmið.
Hreyfingin komst þaðan í önnur héruð landsins, og nú mun ósið-
ur þessi víðast horfinn fyrir nokkrum árum.
Og þegar bannlögin komu til atkvæðagreiðslu, voru líka
prestarnir bezta stoð þeirra og stytta, og meðal þeirra ofanritað-
ir prestar, er allir hafa starfað mikið fyrir málið. Fyrstu ár
Reglunnar var séra Magnús Björnsson prófastur á Prestsbakka sí-
starfandi, og það væri sannarlega synd að segja, að hann hefði
legið á liði sínu hin síðari ár. Reglan á altaf vísan talsmann,
þar sem hann er. Einar Pórbarson prestur í Hofteigi og Sigurbur
•..'.. -ííi2
19. Sera Einar Þórðarson.