Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 76
232
Er lögunum skipað niður í flokka eftir efni og skýrt frá innihaldi þeirra. Er fyrsta
yfirlitið í árg. fyrir 1911 (bls. 272—358) og tekur yfir löggjöf alþingis 1898—1909,
að báðum þeim árum meðtöldum, en úr því er yfirlit yfir uppskeru hvers þings
sérflagi, þingsins 1911 f árg. 1912 (bls. 327—35^, 1912 í árg. 1913 (bls. 126—32)
og 1913 í árg. 1914 (bls. 162—77). V. G.
KNUD BERLIN: ISLANDSK STATSRET. (Sérpr. úr »Ugeskrift for Rets-
væsen« 1914.)
Ritgerð þessi er eiginlega ritdómur um kenslubók eftir próf. Lárus H. Bjarna-
son, sem heitir »íslenzk stjórnlagafræði«, og hefir verið prentuð sem handrit. Er
þar einkum ráðist á kenningar þeirrar bókar um, að grundvallarlög Dana gildi ekki
á íslandi, né heldur Stöðulögin (2. jan. 1871), og að ríkisþing Dana hafi engan
sjálfstæðan rétt til að skifta sér af neinu íslenzku máli, ekki einu sinni hinum svo
nefndu sameiginlegu málum, né heldur hafi hinir dönsku ráðherrar nokkurn rétt til
að skifta sér af íslenzkum málum eða ræða þau í ríkisráðinu, enda sé ráðherra ís-
lands ekki meðlimur ríkisráðsins, þótt hann komi þar og leggi þar lög og aðrar
stjórnarráðstafanir fyrir konung. f*ar er og annað fleira, er próf. Berlín ræðst á;
en að skýra frá röksemdafærslu hans er ekki auðgert, nema í löngu máli, og verð-
um vér því að láta oss nægja, að benda lesendum vorum á ritgerðina, en vísa
þeim í hana sjálfa, er kynnu að vilja kynna sér rök þau, er hún hefir á borð
að bera. V. G.
EINNUR JÓNSSON: NOGLE BEMÆRKNINGER OM FORHOLDET
MELLEM ISLAND OG DANMARK. (Sérpr. úr »Tilskueren« 1914, bls.
267—276).
Grein þessi er sérstaklega stíluð gegn próf. K. Berlín og blaðagreinum hans
um stjórnarskrár og fánamálið, og því aðallega vörn fyrir gerðir Hannesar Haf-
steins og forsætisráðherra Zahles í fánamálinu 1913. Segir hann, að á alþingi
1913 hafi mikill meirihluti (og þar á meðal beztu lögfræðingar þingsins) haldið því
fram, að ekki gæti komið til mála að heimta meira frá íslands hálfu en fána inn-
anlands, á landi og í landhelgi, enda hafi »kaupfáni út á við« átt að vera »sam-
eiginlegur« samkvæmt Millilandanefndarálitinu 1908, og komi þetta alveg heim við
það. En þegar F. J. reit þetta, var álit Fánanefndarinnar ekki komið, sem heimt-
ar fullkominn siglingafána.
Sambandsmálið vill F. J. láta ræða í nýrri Millilandanefnd, er í eigi sæti ekki
aðeins alþingismenn og ríkisþingsmenn, heldur og fleiri góðir menn. 60,000 kr. til •
laginu úr ríkissjóði megi vel sleppa, þegar nýrri skipun sé á komið, og verja því
heldur til frekari landhelgisvarna. Rétt geti og verið, að takmarka forgangsrétt ís-
lenzkra stúdenta til Garðsstyrks, úr því nú sé kominn upp háskóli í Rvík.
V. G.