Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 49
205
að láta það sitja í fyrirrúmi; enda var það að öllú leyti gert,
nema í tveim kjördæmum landsins; þar blandaðist bannmálið
kosningarnar, og réði kosningu tveggja bannmanna. En það var
án tilhlutunar frá Stórstúkunni, og án hennar vilja. Mér var
hinsvegar ljóst, að nauðsyn bæri til, að fá sem skýrastar upp-
lýsingar um afstöðu þingmannaefnanna til málsins, og því var
það, að minni tilhlutan, að bornar voru upp fyrirspurnir til þeirra
í flestum kjördæmum landsins. Voru þingmannaefnin þar spurð
að því, hvort þau vildu greiða atkvæði með málinu, vildu vera
flutningsmenn þess, hve mikinn meirihluta þeir álitu, að bann-
menn þyrfti að hafa, til þess að lögin yrðu samþykt, og hvort
56. Liíðvíg Möller.
57. Vilh. Knudsen.
þeir vildu hækka styrkinn til Reglunnar. það er í fyrsta sinn, að
Reglan lætur alstaðar leggja slíkar spurningar fyrir þingmannaefn-
in, jafnt templara og aðra. Og er svörin komu, var það ber-
sýnilegt, að bannmenn gátu varla verið svo óhepnir, að verða í
minnihluta á þinginu. Víða voru öll þingmannaefnin bannmenn
(t. d. í Gullbringusýslu, Borgarfirði og á Mýrum). En það, sem
mestu máli skifti, var spurningin um, hversu mikinn meirihluta
templarar þyrftu að hafa, til þess þeir vildu samþykkja bannlög-
in. Áður höfðu vínsölubannslög verið samþykt í sumum fylkjun-
um í Ástralíu og Bandaríkjunum. I Ástralíu var krafist 3/s hluta
greiddra, góðra og gildra atkvæða, en í Bandaríkjunum helmings
atkvæða. Á Finnlandi höfðu hinsvegar verið samþykt alger
bannlög gegn áfengi; en þar fór engin atkvæðagreiðsla fram,
livorki fyrir eða eftir samþykt laganna. Pau lög hafa ekki enn