Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 37

Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 37
193 með því að kveikja á eldspýtu við úrskífuna. »Nú er 31. des. kominn, og þú lifir ekki árið út,« hugsaði ég með sjálfum mér. Dauðaangistin blés eins og ís- kaldur norðangustur 2—3 sekúndur í gegnum hjartað. Öll æfi mín flaut eins og lifandi spegilmyndir fyrir augum mér á fám augnablikum; lífið er fagurt og kært, þegar við hugsum að við séum að kveðja það. Ég fól mig góðum guði, og sýndi honum fram á það, að ef ég endilega ætti að verða úti, þá yrði hann að sjá fyrir fólkinu mínu, og hugsaði með sjálfum mér, að hann gæti ekki verið kunnur að því, að gera það lakar en ég. Ég fékk ekki tíma til að hugsa fyrir frostinu. Ég varð að berja mér, til þess að halda mér heitum. Kuldinn kom inn í bakið á mér, því ég var klæddur til gangs; þaðan fór hann inn í lungun, svo tennurnar nötruðu. Ég fann ráð við því, og söng og kvað flestar þær vísur, sem ég kunni. »Dagsins runnu djásnin góð« kvað ég hvað eftir annað. »Enginn grætur íslending« söng ég einu sinni; en þegar ég kom að síðustu hendingunni, fór ég að hlæja og' sagði: »Þú verður aldrei grafinn.« Og það líkaði mér vel; en ég gat ekki látið mér það lynda, að hrafnarnir fyndu mig daginn eftir og hyggju úr mér augun, — ég gat ekki unt þeim augnanna! Ég horfðist í augu við dauðann alla nóttina, og hét því, að hann skyldi ekki sigra mig fyr en eftir vaska vörn. Ég var alveg óhræddur við hann; og oft var það i huga mér, eins og hættan, sem ég var staddur í, kæmi mér sjálfum alls ekkert við. í>að var ódýrt, að verða aldrei grafinn, — en dauðaleitin, og þeir leita að mér langa vegu! í*að voru bein einkaréttindi, að þurfa ekki að hafa alla þessa viðurstyggilegu mold ofan á sér. Já, en svo koma hrafnarnir á morgun. í*að er sagt, að þeir, sem úti verða, taki snögt viðbragð, þegar frostið kemur að hjart- anu. Og ég hagræddi mér svo, að þegar ég tæki viðbragðið, yrði ég að detta á hellu, sem reis á ská upp í hraunkatlinum, og ætlaði ég að vera með andlitið nið- ur á helluna og hálfliggja, en standa til hálfs, þegar ég væri dauður. Kl. 4 hlýtur að hafa dregið úr frostinu/ baráttan, til að halda á sér hitanum, varð engin eftir það. Ég dottaði hvað eftir annað og svaf, meðan höfuðið hneig niður á bringuna, og vaknaði við það. Þegar ég var að hrökkva upp, þá heyrði ég lúðraþydnn frá nóttinni áður. Ég sá ljósin í danssalnum, dansandi yngisfólk, og sá gleðina skína á hverri brá. Ég var aftur kominn í dansana, sem ég hafði tekið þátt í kvöldinu áður, og það var ekki meira en þriðjunginn af tímanum frá kl. 4—6 um morguninn, að mér var það ljóst, að ég sat einn á steini í vetrarnepjunni, ein- hverstaðar langt frá mannabygðum. Kl. 6 um morguninn stóð ég upp, og hafði þá vakað og lifað lengstu og undarlegustu nóttina á æfinni. Hríðin var stytt upp. Ég sá karlsvagninn og pól- stjörnuna. Eftir 4 tíma gang kom ég til vinar míns, Ögmundar Sigurðssonar í Hafnarfirði. Ég var kalinn á tærnar á hægra fætinum; kalið fór, þegar ég var búinn að halda fætinum í klaka í 6 klukkutíma. Eg kom heim gangandi svo snemma, að ég náði í miðdegisvcrðinn á gamlárskvöld heima hjá mér. A þrett- ánda byrjaði ég dansinn í Rvíkur-klúbbnum, en var hræddur um, að einhver mundi stíga á tærnar á mér.«c Þegar Indriði lét af störfum, voru félagar Reglunnar 3327 -f- 1089 = 4416.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.