Eimreiðin - 01.09.1915, Blaðsíða 69
225
fróðleikur í slíku. Bogi Th. Melsteð ritar grein um þjóðartilfinn-
ing íslendinga á lýðveldistímanum. Fyrirsögnin er ekki sem fimlegast
orðuð: »Töldu íslendingar sig á dögum þjóðveldisins vera Norð-
menn?« En það skiftir litlu. Höf. sýnir fram á það með glöggum
og gildum rökum, að Islendingar kölluðu sig snemma á lýðveldistím-
anum sérstaka þjóð, töldu sig ekki norska. Merkilegt gagn því til
sönnunar er það, að Grágás talar um ivdra landa« eða 'nlanda
vdrat, er hún kveður eitthvað á um dvöl íslendinga í útlöndum.
Sama má segja um þessi orð Ara fróða um Ólaf Tryggvason, að
hann »ætlaþi at láta meiþa eða drepa ossa landa fyrer, þá es þar
váru austr«.
Sigfús Blöndal bókavörður lætur prenta hér kafla úr Víð-
ferlissögu Eiríks nokkurs Björnssonar og ritar lítið eitt um hana.
Eiríkur þessi var Húnvetningur og var uppi á 18. öld. Hann fór
ungur utan og lagði stund á smíðar. Gerðist hann skipssmiður, og
þannig atvikaðist það, að hann fór víða um lönd og álfur, fyrst til
Kina og aðra ferð til Bengal. Hefir hann ritað um þessar ferðir
sínar og segir þar frá skringilegum háttum og siðvenjum á skringilegu
máli. Hann segir rækilega og rólega frá því, er bar fyrir augu og
eyru, og sver sig í því í ættina við söguhöfunda vora hina fornu, að
hann fæst ekki við neinar heimspekilegar hugleiðingar, leiðir engar
kenningar af því, er hann segir frá. Hann leggur einkum hug á að
kynna sér trúarbrögð þjóða þeirra, er hann kom til, virðist trúmaður,
enda var hann prestssonur. — Það er nógu gaman að sjá, að á
þeim miklu eymdartímum þjóðar vorrar, sem hann lifði á, áttum vér
þó menn, er hleypt gátu heimdraganum og þótti gaman af að taka
sem bezt eftir því, sem þeir sáu nýstárlegt á slíkum langferðum.
Mest þykir mér þó varið í ritgerðir þeirra Björns Ólsens og
Valtýs Guðmundssonar, mestur vlsinda-bragur á þeim.
Próf. Ólsen ritar um Stjörnu-Odda og Oddatölu, smárit eitt, er
svo nefnist. f’essi Stjörnu-Oddi hefir verið merkilegasti maður, var
gæddur fágætum eiginleika einum, því að það er haft fyrir satt, að
hann hafi aldrei logið. Var það venja hans, að ganga út um nætur
og hyggja að stjörnum, líkt og sagan segir um Einar Þveræing. Við
hann er kend Oddatala, er próf. Ólsen ritar hér um, og hefir rann-
sakað með aðstoð Eiríks Briems. Kemur það nú upp úr kafinu, að
greinarkorn Odda er mun merkilegra, en vísindamönnum virðist hafa
verið ljóst. Finnur Jónsson drepur aðeins lltillega á það í Bókmenta-
sögu sinni hinni miklu, en kveður þó svo að orði um það, að reikn-
ingar þess séu allnákvæmir (»denne Beregning skal være npjagtig
nok«). Skiftist það í þijá kafla. Fyrsti er um sólstöður, hvenær
þær séu, annar kafli um hækkun sólar á lofti frá vetrarsólstöðum til
sumarsólstaðna, og þriðji er um það, í hvaða átt dagur komi upp
og setjist á ýmsum tímum árs, Reikningarnir í tveim fyrstu köflunum
eru gerðir með allmikilli nákvæmni, eins og F. J. segir, en Ólsen
treystist ekki til að skera úr, hvort þeir séu gerðir af Odda sjálfum,
eða hvort hann styðst við athuganir sjálfs sín. Öðru máli er að
gegna með þriðja kafla. Eirikur Briem hefir rannsakað þessar athug-
anir og gert ráð fyrir því, að þær hafi verið gerðar um miðbik 12