Eimreiðin - 01.09.1915, Síða 3
159
aö segja. Pað var því eðlilegt, að íslendingar hötuðust við
brennivínstollinn, á brennivínið, sem hafði verið þeirra »lífs-elixír«.
Mótspyrnan byrjaði á alþingi 1871. Alþingi var þá aðeins ráð-
gefandi, en það vildi bíða með að samþykkja álögur á lands-
menn, unz það fengi sjálft fjárveitingarvald. En stjórnin skeytti
því engu, hún leiddi tollinn eftir sem áður í lög, og við það
blossaði upp hin megnasta óánægja. Blöðin hömuðust gegn toll-
inum, og eina ráðið, er menn fundu til þess, að losna við að
greiða tollinn í ríkissjóðinn, var að hætta að drekka brennivín.
Tryggvi Gunnarsson og aðrir frjálslyndir leiðtogar hömuðust og
rituðu hverja greinina á fætur annarri í Norðanfara og önnur ís-
lenzk blöð. Peir fóru um sveitirnar og stofnuðu bindindisfélög,
og fékk Tryggvi þá bindindisloforð frá á sjöunda þúsund manna,
en hann var aðalmaður forkólfanna. En svo kom stjórnarskráin
1874, alþingi fékk fjárforræði og tollurinn gekk í landssjóð. Og
þá lægði bindindisstorminn aftur; það varð næstum því dúnalogn.
Arnljótur Ólafsson sagði, að nú gætu menn drukkið af föður-
landsást, því nú gengi tollurinn í landssjóð, og Páll skáld Ólafs-
son hló og orti vísurnar:
Ur kaupstað þegar komið er, Landið græðir mest á mér,
kútinn minn ég tek og segi: mest drekk ég á nótt og degi.
En þó að þessi bindindishreyfing væri runnin af rótum
stjórnmálanna, þá er enginn efi á því, að hún undirbjó hugi
manna undir bindindisstarfsemina, einkum og sérstaklega í Norð-
lendingafjórðungi, því þar var hún öflugust. Sést það bezt á
þingmálafundargjörðum þaðan frá þeim árum, og þar á eftir.
Er það ekki fátítt, að bindindismálið sé þar á dagskrá, og að
bindindismenn hafi yfirhönd.
Þegar stjórnmála-bindindið datt úr sögunni, kom séra Magn-
ús Jónsson prestur í Laufási til sögunnar. Hann prédikaði bind-
indi í blöðunum, og gaf út bindindisrit á sinn kostnað. Voru
það mest flugrit. Stærsta rit hans er »Bindindisfræðin«, sem enn
er stærsta og merkasta ritið um það efni, sem til er á íslenzka
tungu. Séra Magnús stofnaði mörg bindindisfélög á Austur-
og Norðausturlandi, og eru ýms þeirra við lýði enn í dag; en
aldrei hafa þau náð neinni verulegri útbreiðslu. Pau stofnuðu
síöar samband sín á meðal, og nefndust »Bindindissameining Norð-
11*