Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 2

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 2
130 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIEIN hnefahöggum og öðrum hættum. Neðri skolturinn er ákaflega mikill og sterklegur, en einna hrikalegastur að sínu leyti er þó tanngarðurinn; já, þar má sjá tennur í lagi, og augntennurnar alt að þumlungi lengri en hinar; mundi slíkt þykja óprýði á vorum tímum, en þá voru þetta þörfustu þjónarnir, því enginn var þá hnífurinn til, en alt varð að eta og slíta og naga hrátt. En þá var heldur engin tannpína. Vöðvar allir eru miklir og hand- leggir og fætur sterklegir; er auðséð, að þar muni vera kraftar í kögglum. Fljótt má sjá, að á þeim tímum muni lítt vera setið við sauma; er búningur þessara manna ekkert annað en skinnfeldur einn, sem kastað er á bakið, en löppum hnýtt saman á brjósti. Þetta eru veiðimenn, en smá eru veiðitækin; engin byssa eða bogi, ekki einu sinni hnifkuti, ekkert nema steinar og rótarhnyðjur, til þess að slá og rota með. Nú kemur hreyfing á veiðimannahópinn; hafa þeir komið auga á landbjörn einn mikinn í skógarjaðrinum, og umkringja hann nú á alla vegu. Þegar komið er í færi, kastar einn þeirra steini allvænum, og hæfir bangsa á milli augnanna, svo að hann fellur í rot. Koma hinir þá þjótandi og berja björninn grjóti og lurkum, uns hann hrærir hvorki legg né lið. — Koma þá konur og börn, er verið hafa í skjóli á meðan á veiðinni stóð, og er nú setst að máltíð. — Einn er samt, er ekki tekur til matar; það er gamall maður, grár fyrir hærum; virðist svo, sem hann sé foringi flokksins. Pað var hann, sem rotaði björninn, tók síðan steinsveðju, eggjaða nokkuð, fláði með henni dýrið og hlutaði sundur, svo að hver fékk einn skamt. Svo settist hann niður og starði fram fyrir sig. Hvað var hann að hugsa? , Hann gat aldrei gleymt at- burði, sem fyrir hafði komið, þegar hann var drengur. Fjall eitt í nánd við æskustöðvar hans hafði gosið; upp úr þvi kom eitthvað, sem rann niður fjallshlíðina, og þegar það kom ofan að trjánum, hentist einhver flöktandi bjarmi eða birta af einu tré á annað. Hvað var það? Hann þekti það ekki, en fólkið varð hrætt og flýði. Nokkru síðar, er gosinu linti, vitjaði hann, með fleirum,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.