Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 3

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 3
EIMREIÐIN] ORKUGJAFAR ALDANNA 131 hinna fornu stöðva. Þar sem eldílóðið hafði stöðvast, fann hann dauðan björn; logandi trén höfðu fallið þarna ofan á hann, og lá hann þar steiktur í einni kássu. Pilt- urinn var hungraður, og sulturinn gerir sætan mat; hann fór að rífa í sig bjarnarkjötið; aldrei hafði hann smakkað annan eins mat. Þessu atviki, og hinni ljúffengu máltíð, gat hann aldrei gleymt; honum var aldrei um hráa kjötið eftir það. En það varð hann samt að hafa. Að eins einu sinni á æfinni siðar hafði hann séð þennan rauða stökkul í trjátoppi, er elding hafði kveikt í; en eldurinn dó þar út, áður en hann gæti til hans náð. Nú sat hann, eins og svo oft áður, og var að hugsa um það, hve óumræði- leg gæði það væru, ef mennirnir gætu náð eldinum á sitt vald; það mætti þá geyma hann í einhverri klettaskoru, og halda honum þar við, með því að gefa honum nógan trjávið að eta, og þá þyrfti ekki framar að eta kjötið hrátt. Fólkið gaf honum auga, þar sem hann sat hugs- andi og starandi fram; svona hafði hann setið dögum saman fyrir mörgum árum. Rétt á eftir hafði hann komið með steinhnífinn, sem var svo hentugur til að flá með og hluta sundur bráðina. Skeð gat, að einhver slík upp- götvun til þæginda væri nú að brjótast um í kolli gamla mannsins, og því vildi enginn verða til að trufla hann. II. Við lyftum hattinum fyrir fyrsta hugvitsmanninum, stígum á bak og tökum nú 200,000 ára sprett. — Nú er margt orðið breytt. Sum löndin, sem vér áður sáum, eru nú sokkin í sjávarins djúp; á öðrum stöðum hefir hafs- botninn hafist, og er nú orðinn að þurlendi, þakinn afar- miklum frumskógum. Má þar sjá menn á ferð. Veiði- skapurinn er enn eini atvinnuvegurinn, og vopnin steinar og viðarlurkar. En mennirnir hafa dálítið breytst; ennið er orðið hærra; augun eru orðin stærri, og liggja ekki eins djúpt; neðri skolturinn hefir lagast, er orðinn skap- legri og ásjálegri. Nú eru á tungu þeirra til um 500 orð, í stað 100 áður. Og nú eta þeir ekki kjötið hrátt; þeir hafa náð eldinum, og tekið hann í sina þjónustu. Það *9

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.