Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 16

Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 16
144 ORKUGJAFAR ALDANNA [EIMREIÐIN Braun, því annars mundu þessi 3 kíló af geislaefni, sem við höfum komið þarna fyrir, fara með þessa frumsmíð okkar upp í Síríus eða ennþá lengra. Okkur langar til að sjá, hvernig þessu reiðir af, og bíðum því þarna sólar- hring. Eftir 24 stundir eru sömu mennirnir aftur þarna staddir; í hálofti, rétt svo að augað eygði, sást ofurlítill díll, er stækkaði smátt og smátt, og féll loks niður skamt frá þeim með svo miklum hraða, að hann sökk sem svarar 3 fet í jörð. Gengu mennirnir þar að, grófu upp farið og báru það á milli sín inn í verksmiðjuna. »Bæri- lega tókst þessi fyrsta tilraun okkar«, mælti Braun; geisla- orkan befir alveg haldið í við aðdráttaraflið. Okkur ætti nú að vera alveg óhætt að leggja út í að smíða reglulega geimferju. Nú ætti ekki úr þessu að verða þess langt að biða, að við getum húsvitjað hjá Marsbúum, og kannske komið við á fleiri býlum og eyðikotum í geimnum. VIII. Þetta rætist. Ár og aldir líða. Við tökum nú seinasta sprettinn, en fáum okkur hressingu fyrst, því nú er langt í áfangastað. Ferðinni er heitið alla leið upp í Venus, og ætlum við að hlusta þar á fyrirlestur, sem jarðprófessor ætlar að halda þar í kveld í borginni Heliopolis. Petta er árið 2810. Aðalefni fyrirlestursins er geislaorkan og notkun hennar. Fer prófessorinn þar virðulegum og lofsamlegum orðum um göinlu karlana, sem uppi voru fyrir 900 árum og fyrstir fundu radíum og rannsökuðu það, þótt lítt kynnu þeir að nota sér orku þá, er í því býr. Dró hann í lok fyrirlestursins upp úr vasa sínum gamalt og forn- fálegt skjal, prentað fyrir 9 öldum tæpum, og las þar upp klausu þá, er hér fer á eftir; átti hún svo sem að gefa áheyrendunum smekk af víðsýni gömlu karlanna, sem fyrstir höfðu fundið upp á þvi, að kljúfa frumagnirnar og leiða í Ijós geislaorkuna, sem þeirri sundrungu var samfara. Kemst gamli spekingurinn þar þannig að orði: »Frá aldaöðli hafa varðveitst og fylgt mannkyninu ýmsar merkilegar sagnir; hafa sumar þeirra svo djúpar rætur, að engin rannsókn hefir getað fyrir þær grafið; liggur því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.