Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 28

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 28
156 »LJÓS ÚR AUSTRI« JEIMREIÐIN hæfilegri fjarlægð. En um að gera að koma ekki of-nærri, athuga ekki né rannsaka sjálfur! Það getur líka verið ábyrgðarhluti! En slíkum eftirlegukindum verður að skilj- ast það í eitt skifti fyrir öll, að þær mega ekki krefjast þess af neinum, að þekkingarskortur þeiría eða ándlegur eintrjáningsskapur verði tekinn minstu vitund til greina. Eg hafði enga tröllatrú á Yoga-kerfinu fyrst í stað. Eg hafði meiri trú á Múller, er eg byrjaði að iðka »Mína að- ferð«. En eg hugsaði sem svo: Ur því að menn hafa stundað Yoga um þúsundir ára og því er ávalt borinn jafnveglegur vitnisburður, og af því að skynsemi mín get- ur • í fljótu bragði aðhylst sumar æfingarnar, þykir mér sennilegast, að eitthvert vit sé í þeim. Eg tók mig því næst til og skrifaði mér til minnis í vasabók mína þær æfingarnar, sem mér leitst skást á og eg hélt að kæmi heilsu minni helst að notum. Æfingar þessar tilheyrðu flestar þeim greinum Yoga-kerfisins, sem nefndar eru á indversku máli Hatha-Yoga og Raja-Yoga. Sumarið 1918, í byrjun ágústmánaðar, tók eg að iðka æfingarnar og fann furðu fljótt mun á mér, enda reyndi eg að fylgja öllum forskriftum nákvæmlega, þótt það sé reyndar að sumu leyti ókleift fyrst í stað. í öndverðum nóvembermánuði, eftir þriggja mánaða þjálf, er eg lagðist í inflúensunni, hafði Yoga gert mér meira gagn en »Mín aðferð« megn- aði á þrem árum. Eg get að minsta kosti ekki fundið neina aðra skynsamlega orsök til framfara þeirra, sem á mér urðu á þessu tímabili. Þegar eg sté upp úr inflúens- unni, tók eg aftur til við æfingarnar og hefi hugsað mér að halda þeim áfram það, sem eftir er æfinnar. Eg bið menn að gæta þess, að Yoga er fremur seinvirkt, líkt og hver önnur andleg .áreynsla, svo að eigi er við því að búast, að árangur minn sé meiri enn þá en raun er á. En hann er í stuttu máli þessi: Taugaslekjan er að mestu leyti horfin. Eg finn aldrei til þreytu eða sljóleika. Andar- drátturinn hefir lengst að miklum mun (og var hann þó aldrei sérstaklega stuttur) og brjóstholið vaxið um 5 cm. fjóra síðustu mánuðina (mældi mig ekki fyr). Allir vöðvar, einkum í andliti, hafa fyllst. Augun eru miklu skærari.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.