Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 33
EIMREIÐIN]
VONDAFLJÓT
161
Eftir dalnum rann það tært og silfurlitt og bugðaði sig,
mjúklega eins og slanga, alla leið til hafs.
Það var þarna í dalnum, að fljótið hafði fengið á sig
svo ógurlegt orð, og var kallað öllum illum nöfnum:
Vondafljót, Glæpafljót, Morðfljót. Þarna í dalnum, þar sem
það rann þó einmitt fram í allri sinni fegurð og tign; þar
sem börnin léku sér á bökkum þess á sumrin; narsissan
laut fram yfir spegilrönd þess, ásthrifin af sinni eigin feg-
urð; og rökkurlit fiðrildi svifu í dansi kringum myndina
af skildi mánans eða sigð.
Vondafljót hét það alt um það, — og þessi var orsökin
til nafnsins:
t hamraþrengslunum uppi við dalbrúnina, litlu ofar en
þar sem fljótið varð að fossi, safnaðist fyrir í vetrarfrost-
unum ísbólstur, sem tók yfir alt gilið, lokaði smám sam-
an fyrir það, og gerðist, eftir því sem á leið veturinn,
hærri og harðari en hamrarnir í kring. Bak við þennan
ísbólstur var áin lokuð inni. Hún var nauðbeygð til að
hörfa undan, og gróf sér djúpa og breiða dæld upp með
farvegi sínum. Þessar undanhörfandi álmur voru eins og
vængir sem uxu út frá herðum hennar, þöndust út og
lögðust saman á vixl, alt eftir vatnsmagninu. Dældin sjálf
varð stærri með hverjum deginum, þar til hún lá eins og
hyldjúpt stöðuvatn á bak við bólsturinn. Og svo einn dag,
einn vordag í leysingum, þegar hver ísbrún var ávöluð af
sólinni, og jökullinn roðnaði eins og ung perla sem ligg-
ur fyrir framan spegil úr krystal eða silfri og sér sig í
fyrsta sinn, roðnaði örlítið, roðnaði bleikt — þá belgdist
áin upp, auðguð að hundruðum lækja frá jöklunum, aflið
af sólbráðsins óteljandi kvíslum, og ruddist með öllu sínu
vatnafylgi beint á bólsturinn: Klauf hann, molaði hann,
malaði hann, með viðlíka hvelli og af sprengitundri, svo
að flísar, teningar og pýramídar íssins hrutu í allar áttir,
en ísduftið dansaði eins og fossúði yfir fossinum. í sama
vetfangi og hvellurinn kvað við, braust áin fram, valt
fram í hvítfreyðandi stöllum, og sneið sig á einni svip-
stundu eins og risavaxið lagvopn í gegnum dalinD, æddi
11