Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 44

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 44
172 FRIÐUR [EIMREIÐIN vér flest fengið á liðnum öldum, ilt og gott. Mál þeirra þjóða eru tíðast lærð á landi hér, og það er einhver öruggasta leiðin til að knýta þjóðir saman, að þær geti mætst í tungumáli, sem báðar skilja. Fyrir margra hluta sakir er- um vér nú í bandalagi við Norðurlönd, og það er ekki annað en ófriðurinn, sem hefir lagt þröskulda á þessa greiðfæru brú. En kemur þetta í rauninni málinu við, þessu máli, sem hér er um rætt, verndun íslensks þjóðernis? Fað skal játað, að auðvaldið er tífalt magnaðra og svæsnara hjá stórþjóð eins og t. d. Englendingum, held- ur en hjá kotríkjum Norðurlanda. En þó verður að gæta þess, að flýja ekki svo gapalega undan einni hættunni að maður gani út í aðra. Norðurlönd eru líka stórveldi í þessum skilningi, stórveldi að auðmagni, þekkingu og framkvæmdamöguleikum, þegar miðað er við íslendinga. Eitt félag þar getur ráðgert hér fyrirtæki með svo stórum höfuðstóli, að kaupa mætti alt ísland fyrir. Og þó er það að eins visir annars meira. Það er vitaskuld, að þessi »Norðurlanda-stefna« er runnin frá þeim sjálfum. Og þar er hún alveg eðlileg og réttmæt. Það er ekki kyn, þótt Danir, Norðmenn og Svíar telji það »hið eina nauðsynlega« fyrir ísland, að vera í sambandi við Norðurlönd, og bafi það fyrir Grýlu, að annars hljóti það að lenda á valdi einhvers stórveldisins. Fað er hárrétt frá þeirra sjónariniði, því að þeir eru meðal biðlanna, sem gjarnan vilja hreppa heimasætuna, þegar það kemur upp úr kafinu, að hún er for-rík. En það er eindæma barnaskapur af íslendingum, að fara strax að kyrja með í þeim kór og gera þeirra orð að sínum. Vér íslendingar verðum að fá leyfi til þess, að líta á þetta mál frá vorum eigin bæjardyrum, og þá lítur það út á alt annan veg. það er vafalaust réttara, að halda sér þar við, sem hættan er minni. En vér verðum að muna, að þaðan stafar líka hætta, og hún bráð. Eðlilegt samband við Norðurlönd er sjálfsagt, vegna frændsemi og fornrar venju, en öll fleðulæti verðum vér að forðast. Það væri

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.