Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 47

Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 47
EIMREIÐIN] 175 KYikmyndir. Fáar uppgötvanir hafa hitt fyrir sér betri og frjórri jarð- veg heldur en kvikmyndirnar, bíómyndirnar. Kvikmynda- leikhús hafa þotið upp um allan heim og kvikmyndir, sem góðar þykja, fara land úr landi og er horft á þær af milljónum manna. Þó að önnur leikhús standist ekki eða hangi á horriminni, blómgast kvikmyndaleikhúsin og þau mörg á sama stað. Þau eru full þegar aðrir skemtistaðir eru háifir, og þau hafa sýningar á hverju kvöldi þó að önnur leikhús geti með naumindum safnað fólkinu saman einu sinni í viku eða sjaldnar. Jafnvel í stórborgunum hafa þau sogið merg og blóð úr öðrum skemtistöðum. Fleiri og fleiri af gömlu leikhúsunum er lokað, eða breytt í kvikmyndaleikhús og fleiri og fleiri af ágætustu leikur- um gengur í þjónustu kvikmynda-félaganna, af því að þar er best borgað. Skáldin keppast einnig um, að fá verk sín »filmuð«, þ. e. kvikmynduð, því að bæði fá þeir þá mest fyrir þau, og svo eru þau þá séð af flestum og ná mestri frægð. Þessi afskapa framþróun kvikmynda-listarinnar hefir verið mönnum allmikið áhyggjuefni, eins og alt, sem kemur svo skyndilega, að aðrar kringumstæður lífsins geta ekki fullkomlega lagað sig eftir þeim jafnóðum. Þær hafa mætt mótspyrnu bæði frá þeim, sem sjá atvinnu sína og tekjur í veði fyrir þeim og einnig frá þeim, sem óttast spillingu, er stafi af því, að unglingar geti æst skemtana- fýsn sína á þessum ódýru skemtunum og orðið fyrir óheil- næmum áhrifum af því, sem sýnt er. Aðrir aftur á móti halda, að kvikmyndirnar geti orðið að stórmiklum notum, einkum til fræðslu og einnig til þess að »geyma« merka viðburði o. fl. En hvað um það? Kvikmyndirnar eflast og breiðast út, og ekkert fær rönd við reist, og varla er nokkur sá til, sein kominn er af barnsaldri, að hann hafi ekki haft marga skemtistund á »Bíó«.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.