Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Side 52

Eimreiðin - 01.07.1919, Side 52
180 FRESKÓ [EIMREIÐIN ingum og andlits-litir urðu að vera eftir þvi, hvernig ljósmyndaþynnan tekur þeim, en ekki eftir því, sem feg- urst er fyrir augað. Kvað vera herfilegt að sjá kvikmynda- leikendur oft og tíðum, bláa og græna og með ýmsum litum í andliti, og það ekki þá, sem verst eiga að líta út, heldur jafnt hinar fegurstu konur sem aðra. Kvikmyndirnar koma fram á sjónarsviðið um aldamótin síðustu, og fylgja því 20. öldinni að aldri. En þótt þær séu ekki nema fullra 18 ára eru þær þó komnar um allan heim, og hafa náð svo miklum tökum á fólkinu að borg- aðar eru á ári hverju svo skiftir þúsundum milljóna króna fyrir aðgöngumiða á kvikmyndasýningar. M. J. Freskó. Saga eflir Ouida. [Framh.] Charterys greifinna (á bréfspjaldi): »Eg er hrædd um að hitinn þarna suðurfrá sé farinn að gera heilann i yður meyran. »Souchong« er alls ekki kominn í neina fjötra, og getur vel haft það til, að bíta hestasveininn og slíta af sér söðulinn, eins og áður«. Hr. Hollys (bréfspjald): »Aðeins eitt: Ætlið þér að koma til Cowes, eins og venjulega, eða ekki?« Charterys greifinna (bréfspjald): »Hvernig í ósköpunum stendur á því, að þér leggið svona áherslu á þessa sauðmeinlausu spurningu? Nei, eg ætla ekki að fara. Glaucus er í aðgerð og eg ætla að nota hann í vetur«. Hr. Hollys (á bréfspjaldi): »Takk! Þetta hefði eg átt að geta sagt mér sjálfur. í vetur ætlið þér að nota káetuna á Glaucus, þá sem er

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.