Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 58

Eimreiðin - 01.07.1919, Síða 58
186 FRESKÓ IEIMHEIÐIN Síra Eccelino Ferraris, Florinella, til Leonis Renzo, Mil- ton Ernest. »Eg er nú búinn að senda bókina, sem þú baðst mig um, kæri sonur. Ammaro fór með hana til Subiaco, svo að ég vona, að hún hafi komist til þín tafarlaust með pósti. Mér þykir vænt um, að þú skulir geyma í hjarta þér Ijúfar minningar um kofann okkar litla og gamla þorpið, þegar þú ert svo langt í burtu. Hvergi skalt þú fá inni- legri viðtökur en hér. Og hvenær sem þú kant að koma hingað eftir mjóa einstiginu, þá kemur þú með fögnuð og birtu með þér. Marta er að verða fjarska hrum. En aldrei verður hún svo hrum að hún gleymi þér. Mig langar til þess, sem gamall og reyndur vinur þinn, að senda þér eina viðvörun. Eg sé að þú hugsar, sem vonlegt er, mikið um þessa ensku hefðarmey, sem er eigandi hallarinnar. En gættu þín vel, að ekki gripi þig of sterk tilfinning. Eg get ekki varist því, að verða órótt, er eg hugsa um þessar eftirmiðdags samverustundir ykkar, með söng og upplestri. Án efa skemtir þessi háa hefðarmey sér einnig vel í návist þinni. En af því að hún er hefðarmær, en þú bæði fátækur og töluvert drambsamur, þá er engrar gæfu að vænta af samdrætti ykkar. Gættu þess að þessi nautn er þrungin háska. Forláttu að eg skifti mér af þessu. En þar er brunahættan, sem eldfimt er, og enginn neisti er til heitari en kyndill heitrar ástar. — Guð fylgi þér ætíð«. Leonis Renzo, Milton Ernest til síra Eccelino Ferraris, Florinella. »Kæri, æruverði faðir! Verið óhræddur! Eg hefi í kring- um mig þrefalda skjaldborg: Fátækt mína, list mína og sjálfsþólta, þó að svo mætti ef til vill sýnast, sem sjálfs- þótti færist ekki manni í minni stöðu. Hún er mér indæl og eg finn nautn í samvistunum við hana, það skal eg játa. En það er vegna þess eins að eg hefi ánægju af að athuga hvílíkar feikna andstæður búa í henni, örgustu ókostir en þó fádæma hneigð til þess, sem er fagurt og gott. Sjálfsþótti hennar er mikill og eðlilegur, og oft hefi eg séð að hún hefir óvenju hreina og göfuga sál. En alt

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.