Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1919, Page 60

Eimreiðin - 01.07.1919, Page 60
188 FRESKÓ 1EIMREIÐIN út i neitt, sem neyði mig til þess, að meta annað land meira. t*ess megið þér og vera vís, að þó að greifinnan meti mig án efa meira nú orðið en hvern meðal verka- mann, þá verð eg samt aldrei í augum hennar nema eins og t. d. einkaskrifari eða kennari, eða í allra hæsta lagi nokkurskonar Rizzio, sem þessi drotning liti á við og við af meðaumkun einni, og gæfi skilding einstaka sinnum af brjóstgæðum. En mér er nú svo farið, að eg mun hvorki biðja hana um gjafaskilding né brjóstgæði. Eg verð hæst ánægður þegar verkinu er lokið, að hún líti á salinn, brosi til mín og láti mig svo fara. »A reviderci« kæri, trúi vinur!« Hr. Hollys, Glenlochrie, til Charterys greifinnu, Milton Ernest (simskeyti); »Hversvegna komið þér ekki til Drumdries? Allir eru bálvondir og nú fæ eg víst ekki að sjá yður, því að eg verð hér ekki nema tvær vikur«. Charterys greifinna, Milton Ernest til hr. Hollys, Glen- lochrie (simskeyti): »Eg er óhuggandi út af því, kæri Hinrik, að fá ekki að sjá yður, en Drumdries er leiðinlegasti staður, sem eg þekki. Regar eg þáði boðið að koma þangað, vissi eg ekki að Kingslynn auminginn mundi verða þar i nágrenninu. Eg hélt að hann ætlaði á fílaveiðar til Afríku eða Indlands. Eg mundi ekki þora að koma þar út fyrir húsdyr, eg væri svo hrædd um að mæta honum. En eg má ekki sjá hann fyrir augum mínum. Eg veit það eins vel eins og þér, að nann er gott og meinlaust skinn, sem engum vill vera tii ama, nema þegar hann er í Paris, því að þar þykist hver Englendingur mega lifa og láta eins og hann vill. En eg vil nú ekki giftast honum, jafnvel ekki þó að eg verði ein af hinum tólf hertoginnum á Stórabretlandi og írlandi, sem aliir frændur og vinir eru sammála um að sé eiginlega það eina, sem vert sé að lifa til að eignast. En eg er svo einstaklega ánægð með að vera það, sem eg nú er. [Framh.]

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.