Eimreiðin - 01.07.1919, Qupperneq 61
EIMREIÐINI
189
Ritsjá.
JÓNAS PORBERGSSON: FRÍKIRKJA — PJÓÐKIRKJA. Fyrir-
lestur haldinn á Akureyri. 1917.
Töluvert hefir verið rætt um skilnað rikis og kirkju hér á
landi á undanförnum árum, og sannast að segja fæst af pví af
Hiikilli þekkingu eða viti, t. d. þegar menn vilja pjóta til og af-
nema margra alda gamla pjóðkirkju í þeim tilgangi einum að
bola úr samneyti við sig fáeinum mönnum, sem pykja ekki sem
hárréttastir í einhverjum kennisetningum. Rjóðkirkjan er vort
elsta félag og merkasta og merkisberi íslenskrar menningar um
aldaraðir, og svo á að slá hana af út af smá goluþvt. Eg er
hræddur um að menn geri sér ekki fulla grein fyrir pví hvað
af skilnaði ríkis og kirkju mundi leiða, pví að þá raundu skýrir
menn sjá, að pað væri áreiðanlega versta leiðin út úr »ógöng-
unum«.
I pessum fyrirlestri talar maður, sem hefir reynslu í pessu
máli, og »greindur nærri getur, en reyndur veit pó betur«. Og
hann hefir nógu heila sjón til þess að sjá meingalla fríkirkju-
skipunarinnar og nógu mikla velvild til þjóðarinnar til pess, að
vilja ekki fara að gera á henni »tilraunir« með pað, sem aðrar
þjóðir hafa reynt, sér til lítillar blessunar.
Hann vill hafa þjóðkirkju, en ekki binda hana við Lúthers
nafn, heldur »stofnsetja ,hina íslensku kristilegu kirkju‘«. En fæst
samkomulag um það? Auðvitað er pað höfuðatriðið, eða ætti að
vera, að vera »kristinn« maður. En pað er nú svo einkennilegt,
að pað er eins og mörgum finnist það alls ónóg. Eða hví væri
að öðrum kosti hamast svo gegn þeim, sem ekki eru taldir nógu
lútherskir? Og mundi pá ekki sama ósamþykkjan og sömu get-
sakirnar fljótt vakna, að eins í peirri nýju mynd, að menn væru
pá taldir ókristnir í stað pess að þeir eru nú taldir ólútherskir?
Aðal áhugamálið sýnist sem sé vera pað, að losna við þá, sem
aðrar skoðanir hafa, losna úr samneytinu við pá.
Eg hef enga trú á því, að hægt sé að losna úr »ógöngunum«,
ef pað gætu talist ógöngur, að menn hugsa og tala um trúmál
eins og hjarta þeirra og samviska segir peim að sannast sé og
réttast — enga leið, meðan menn eru svo haldnir drambi, að
þeir pykjast vissir um, að peirra skoðun ein sé brúðkaupsklæðið
og geta ekki setið sama bekk og bræður þeirra í hinum fötunum.
Svo mikill heilagleikur veldur og hlýtur að valda úlfúð, hvernig
sem kirkjumálunum er skipað hið ytra.
En Jónas Porbergsson á pakkir skilið fyrir sitt fróðlega og
djarflega erindi um petta mál og tilraun sína að leysa úr vand-