Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 43
Ole Worm
43
að gresja, flest þeirra lágu þá óhirt og ónotuð. Hjer
komu þó Norðmenn þeim til hjálpar. Að vísu var nú
norsk tunga á förum í Noregi, danskan hafði náð þar
fótfestu meðal flestra mentamanna og bæjabúa. Einstöku
menn skildu þó enn norskuna; einkum voru það lögmenn-
irnir, því að landslögin voru á norsku. Mattis Störsön, lög-
maður í Björgyn, komst yfir skinnhandritin Kringlu og
Frísbók af Noregskonungasögum og gerði ágrip af þeim
á dönsku um 1560; komst sú þýðing í ýmsra manna
hendur í Noregi og Danmörku, og náði Huitfeldt í eitt
eintak, og eftir því var ágripið prentað í Kaupmannahöfn
1594. Jens Mortensen, prestur í Slangerup og handgeng-
inn maður Huitfeldt, gaf það út, og var þýðingin um
langt skeið eignuð honum. Ágrip þetta nær yfir sögu
Noregs konunga fram að dauða Hákonar gamla 1263,
en mjög fljótt er í því yfir sögu farið. Önnur dönsk
þýðing, líklega eldri, er eftir Laurents Hanssön, lögmann
í Stafangri. Pað er að öllu nákvæmara rit og nær ekki
lengra en til dauða Hákonar jarls. Sú þýðing mun gerð
um miðja sextándu öld og þar fylgt texta Kringlu og
Frísbókar, en þýðandinn virðist hafa þekt aðrar sögur og
notað þær, svo sem Orkneyinga sögu og Jómsvíkinga
sögu o. fl. Ekki var þó þessi þýðing prentuð, og Gustaf
Storm gaf hana fyrst út 1899. Merkasta þýðingin af kon-
unga sögunum er þó eftir Peder Claussön Friis, og skal
hennar síðar getið.
Á íslandi voru menn nú líka farnir að veita fornrit-
unum athygli, og gekk þar fremstur Arngrímur lærði.
Meðan hann var við háskólann, kyntist hann vel ýmsum
af fremstu mönnum Dana, og veitti þeim noklcra hjálp
við rannsóknir þeirra. Merkust eru rit hans tvö, er þá
komu út, fyrst íslands lýsingin (Brevis commentarius de Is-
landia) 1593, og einkum Crymogæa, sem kom út í Ham-
borg 1609. Danir sneru sjer nú til íslands í heimildaleit.