Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 43

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 43
Ole Worm 43 að gresja, flest þeirra lágu þá óhirt og ónotuð. Hjer komu þó Norðmenn þeim til hjálpar. Að vísu var nú norsk tunga á förum í Noregi, danskan hafði náð þar fótfestu meðal flestra mentamanna og bæjabúa. Einstöku menn skildu þó enn norskuna; einkum voru það lögmenn- irnir, því að landslögin voru á norsku. Mattis Störsön, lög- maður í Björgyn, komst yfir skinnhandritin Kringlu og Frísbók af Noregskonungasögum og gerði ágrip af þeim á dönsku um 1560; komst sú þýðing í ýmsra manna hendur í Noregi og Danmörku, og náði Huitfeldt í eitt eintak, og eftir því var ágripið prentað í Kaupmannahöfn 1594. Jens Mortensen, prestur í Slangerup og handgeng- inn maður Huitfeldt, gaf það út, og var þýðingin um langt skeið eignuð honum. Ágrip þetta nær yfir sögu Noregs konunga fram að dauða Hákonar gamla 1263, en mjög fljótt er í því yfir sögu farið. Önnur dönsk þýðing, líklega eldri, er eftir Laurents Hanssön, lögmann í Stafangri. Pað er að öllu nákvæmara rit og nær ekki lengra en til dauða Hákonar jarls. Sú þýðing mun gerð um miðja sextándu öld og þar fylgt texta Kringlu og Frísbókar, en þýðandinn virðist hafa þekt aðrar sögur og notað þær, svo sem Orkneyinga sögu og Jómsvíkinga sögu o. fl. Ekki var þó þessi þýðing prentuð, og Gustaf Storm gaf hana fyrst út 1899. Merkasta þýðingin af kon- unga sögunum er þó eftir Peder Claussön Friis, og skal hennar síðar getið. Á íslandi voru menn nú líka farnir að veita fornrit- unum athygli, og gekk þar fremstur Arngrímur lærði. Meðan hann var við háskólann, kyntist hann vel ýmsum af fremstu mönnum Dana, og veitti þeim noklcra hjálp við rannsóknir þeirra. Merkust eru rit hans tvö, er þá komu út, fyrst íslands lýsingin (Brevis commentarius de Is- landia) 1593, og einkum Crymogæa, sem kom út í Ham- borg 1609. Danir sneru sjer nú til íslands í heimildaleit.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.